Eyjaskeggi

Published 17 júlí, 2008 by fanney

Í gærmorgun hafði ég hvorki komið í Grímsey né Hrísey. Á laugardaginn hef ég gert bæði! Leyfið mér að deila því með ykkur.

Í gærmorgun fór ég með hóp gesta Lautarinnar í dagsferð út í Grímsey. Tókum nýju Grímseyjarferjuna sem er að sögn yndælasta starfsfólks í heimi klukkustund fljótari útí eyju en sú gamla. Sem betur fer! Mér leið ekki vel á leiðinni út, gat ekki setið inni sökum ógleði svo ég stóð úti á dekki að drepast úr kulda og starandi á sjóndeildarhringinn og fjöllinn (þar til þau hurfu í ský). Sjóferðin gleymdist þó fljótt þegar í land var komið, enda yndælasta fólk sem tók á móti okkur. Allir bílar í eyjunni voru kallaðir út til að keyra okkur, 17 manna hópinn, um eyjuna. Skoðuðum vitann, götuna í eyjunni sem heitir ekkert heldur bera húsin öll nöfn, litla krúttlega galleríið, Kríuna, fugalífið, pósthúsið/búðina (á miða á hurðinni stóð: Nótudagur í dag! og við eftirgrennslan þýddi það að allir áttu að mæta í búðina og gera upp skuldina sína) og kirkjuna. Þessi kirkja minnti mig á Með allt á hreinu, þegar hljómsveitin er að fara spila í pínupínulitlu félagsheimili en þegar inn er komið er það risastórt. Svoleiðis var kirkjan. Við fengum svo ljúfan mat á gistiheimilinu Básum, ég smakkaði svartfugl sem var afar ljúffengur. Eftir góða 4 tíma í eyjunni var haldið heim á leið og SEM BETUR FER var heimleiðin ekki eins bömpí, við systur sátum inni allan tímann, lögðum okkur, lásum og horfðum á Bridget Jones: Edge of reason. Þreyttar systur komu heim í gærkvöldi, pöntuðu petsö sem var ekki góð og lágu fyrir framan imbann þar til svefninn kallaði. Sweet!

Ókei, Hrísey. Þegar ég var útí Grímsey fékk ég upphringingu frá bossinum um að hann væri margbókaður á laugardaginn – en ég er einmitt að vinna um helgina (á Friðriki V. þ.e.a.s.). Eftir símtalið var því ljóst að ég væri að fara út í Hrísey á laugardaginn, með lilsys í eftirdragi off kors, að elda 100 lítra af fiskisúpu fyrir gesti Skeljahátíðarinnar, en Hríseyjarhátíðin fer fram núna um helgina. Ég ætla nú ekki að eigna mér heiðurinn af súpunni, þó freistandi sé ;), en Friðrik verður búinn að græja grunn sem ég fer með. Engu að síður, meiriháttar spennandi dagur í vændum!

Annars ákvað sumarið að kíkja aftur til okkar Norðlendinga. Sól og sjænerí í dag sem var fínt. Gæti vel hugsað mér að vera algjörlega í fríi og geta notið lífsins með lilsys, en það bíður betri tíma. Ætla að taka mér frí á fim og fös í næstu viku, en hin stórbrotna hátíð Á góðri stundu í Grundarfirði þá helgina. Hlakka ekkert lítið til enda hefur mér borist til eyrna að mikill fjöldi gamalla MA-inga muni sækja hátíðina heim. Jibbýjei!

Auglýsingar

One comment on “Eyjaskeggi

 • úúúúú
  ég fíla Grímsey, hún er töff, litla galleríið er algjört rassgat, krúttlegt og margt flott.
  Hrísey er líka voða fín:) þar er unaðslegt hús sem þú verður að kíkja í ef þú hefur tíma, heitir Holt og er safn eiginlega, gömul kona sem bjó þar og það er allt eins og það var þegar hún fór á sjúkrahúsið og dó svo þar, prjónarnir á borðinu og allt, ofurkrúttlegt:)
  Heyri í þér í kvöld svítípæ

 • Færðu inn athugasemd

  Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

  WordPress.com Logo

  You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

  Twitter picture

  You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

  Facebook photo

  You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

  Google+ photo

  You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

  Tengist við %s

  %d bloggurum líkar þetta: