Mexíkönsk súpa

Published 14 júlí, 2008 by fanney

Hér kemur uppskrift að mexíkanskri eðalsúpu sem er inspíreruð af uppskrift sem ég fékk frá samstarfskonu minni í fyrra. Uppskriftinni týndi ég, en gerði þó súpu sem minnti á á téða uppskrift. Trúiði mér, bjórinn/pilsnerinn og bbq-sósan er algjört möst.

Þessi súpa er ægilega sniðug í matarboð, hún er ódýr, fljótgerð og mettar marga maga. Það er líka hægt að gera hana meira fensí með því að setja steikta kjúklingabita útí í stað nautahakks og saxað kóríander í lokin. Svo er líka bara svo mikil stemming að borða þessa súpu!

Mexíkönsk súpa fyrir ca 6

ca 400 gr nautahakk

2 laukar, saxaðir smátt

1-2 kínverskir hvítlaukar e. smekk (þessir í bastkörfunni), saxaðir smátt

2 paprikur, græn og gul/rauð/orange, skornar í litla teninga

2 krukkur salsa sósa

1 dós hakkaðir tómatar í dós

2-3 msk bbq sósa

1 lítill bjór eða pilsner

sjóðandi vatn

____

Byrjað er á því að steikja hakkið á pönnu og krydda með mexíkönsku kryddi, salti og pipar. Geyma.

Steikja í stórum potti lauk og paprikur í smá olíu. Bæta hvítlauk útí, passa að hann brúnist ekki því þá verður hann beiskur. Henda þá öllu hinu í pottinn (líka nautahakkinu), vatni þar til þetta er orðið súpukennt – frekar í þynnra lagi því það sem á eftir kemur þykkir súpuna. Leyfa súpunni að malla smá, kannski í korter. Smakka til með salti og pipar (og mexíkönsku kryddi ef þarf).

Súpan er borin fram með nachos-flögum sem fólk brýtur út á diskinn sinn, sýrðum rjóma, rifnum osti og niðurskornu avókadó. Hversdagsútgáfan mín er bara með flögum og osti 🙂

Auglýsingar

6 comments on “Mexíkönsk súpa

 • oohhhh þetta er svo uuuuuuunaðsleg súpa, ég ætla að gera mér svona einhvern daginn, ójá!!!
  Líka súper gott að setja útí nýrnabaunir, jöömmí, það er að segja ef maður er mikið fyrir það, svona eins og ég:)
  unaður í dós skal ég segja þér, þó ekki niðursoðinn…. ó guð

 • If you change your mind…
  I’m the first in line….
  Honey! I’m still free!
  Take a change on me!!

  ohh ég eeeeeeelska þetta atriði!! búin að syngja það í allan dag!!
  ég er að reyna að ákveða hvort ég vilji sama gamla réttinn af nings í kvöldmat eða sveitta pizzu…
  góði engilinn í hausnum segir að ég eigi að fá mér gamla réttinn og vera dugleg og holl, púkinn segir að ég eigi skilið að fá pizzu því ég er búin að vera að vinna svo mikið og sé svo pirruð, þá segir góði engillinn að ég eigi ekki að láta vonda púkann stjórna mér, eigi að fá mér hollan og góðan kvöldverð og verðlauna mig eftir erfiðan dag með góðri gönguferð og jafnvel vínberjum.
  Þá segir vondi púkinn að ég geti bara étið pizzuna, notið hennar og labbað svo bara aukahring í kvöld.

  ohhhhhhh valkvíði. Mig langar mest í súpuna þína…

 • Súpur eru klárlega vanmetnar af mörgum. Hægt er að malla sér unaðslega súpu úr nánast hverju sem er! Þessi hér að ofan er nánast eins og grautur þegar osturinn og snakkið hefur bráðnað yndislega saman við tómatsúpuna. Namm namm! Hvernig stenst maður svoleiðis? Skora á þig Hjalti að prófa þessa!

  Maggs, til þess er leikurinn gerður – til að framkalla slefu! 😉

  Ohhh Valdísin mín, mikið var gaman að fara með þér á Mamma mia! Það er engu líkt að fara með þér í bíó eða horfa á sjónvarpið með þér. Þekki enga(n) sem lifir sig eins mikið inní efnið og þig, mín kæra eiginkona. Við þyrftum eiginlega að horfa á The Notebook saman!

  Og já, við systur pöntuðum pitsu í gær þegar við komum örþreyttar úr Grímsey. Ojbara! Hefði ég átt stöff heima ofan á gripinn þá hefði ég druslað mér í að gera botninn sjálf og græja þetta! Sjæse hvað ég er orðin leið á keyptum, tilbúnum petsöm!

 • Færðu inn athugasemd

  Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

  WordPress.com Logo

  You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

  Google+ photo

  You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

  Twitter picture

  You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

  Facebook photo

  You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

  w

  Tengist við %s

  %d bloggurum líkar þetta: