Tsjokklet kúkkíjs

Published 10 júlí, 2008 by fanney

Ég er að fara í útilegu um helgina og skv. uppeldinu skal baka brauð og bakkelsi við slík tækifæri. Mamma mín er snillingur að elda og baka og er pottþétt ein af fáum húsmæðrum á landinu sem bakar brauð og bakkelsi MJÖG reglulega. Búðabakkelsi er ekki vinsælt á mínum bæ. Þegar við fórum í útilegur man ég eftir því að við höfðum með okkur smurðar samlokur, heimabakaðar muffins og skúffukökur, heimabakað brauð með hangiketi eða osti og skinkuhorn. Svo var áð á þartilgerðum stöðum víðsvegar um landið og snætt. Ég er viss um að mamma og pabbi kæmust langt í keppninni: hvar eru borð og stólar útivið í kringum landið? Annars fannst mér þetta á tímabili frekar glatað, sitja úti og borða heimasmurt nesti þegar það var sjoppa með hamborgara á næsta leiti. Núna er heimasmurða nestið MUN betra en ógeðið sem á sjoppunum fæst.

Allavegana, ég er búin að vera að baka í dag og rakst á uppskrift að amerískum súkkulaðikökum sem mig langaði að prófa. Betrumbætti uppskriftina aðeins (að vanda) og vil deila henni með ykkur:

Amerískar súkkulaðikökur

60 gr mjúkt smjör (ég notaði smjörlíki í þetta sinn)

6 dl olía, bragðlítil

1 1/2 dl púðursykur

1 dl strásykur

1 egg

vanilludropar

2 1/2 dl hveiti

2 tsk kakó

1 1/2 tsk lyftiduft

200 gr súkkulaði (ég notaði 100 gr suðusúkkulaði sem ég brytjaði niður og ca 100 gr af súkk.spæni)

Þeyta smjör(lík)ið, púðursykur, strásykur og olíu saman og bæta svo egginu og vanilludropum. Þeyta í slatta tíma þar til þetta fer að verða ljóst. Blanda saman í annari skál þurrefnunum (geyma súkkulaðið). Þegar eggjaþeytingurinn er orðinn ljós notar maður sleif til að blanda þurrefnunum saman við og svo síðast súkkulaðibitunum. Þessu er síðan dúndrað á bökunarplötu, ca tsk hver kaka, með 3-4 cm millibili (ég var með 3 cm og þær runnu ekki saman). Baka við 180°C í ca 12-15 mín eða þar til þær fá pínu lit á brúnunum. Ekki baka of lengi því þá verða þær stökkar (nema þið viljið þær stökkar!), mér finnst þær bestar smá seigar innan í. Ég fékk 51 köku úr þessu deigi.

Auglýsingar

2 comments on “Tsjokklet kúkkíjs

 • Mmmmmm mikið væri ég til í að vera að koma með í útileguna. Bara til að fá þessar gómsætu kökur!!
  Skemmtið ykkur vel! Eða eins vel og hægt er án mín.

 • ééééég hlakka svoooo tiiiiil, ég hlakka alltaf svo tiiiiiiiiil, því án þín er hver dagur svoo lengi að líða, dúrúdúúdúdúdúúurúddúúúú

 • Færðu inn athugasemd

  Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

  WordPress.com Logo

  You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

  Google+ photo

  You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

  Twitter picture

  You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

  Facebook photo

  You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

  w

  Tengist við %s

  %d bloggurum líkar þetta: