Mætt í rauða hverfið!

Published 5 júlí, 2008 by fanney

Ferðin vestur var ansi ljúf. Með góða músík í poddanum er engin leið leiðinleg. Stoppaði líka í Skagafirðinum og leit í kaffi í sumarbústaðinn hjá Kristínu og Smára. Hitti þar fyrir litlu sætu 2ja mánaða frænku mína sem brosti til mín og fílaði mig í tætlur. Sjáum hvað það endist.

Þegar ég mætti í bæinn var öll gatan mín að skreyta. Um helgina fer sumsé fram bæjarhátíðin Ólafsvíkurvaka og bænum er skipt uppí lituð hverfi. Mamma og pabbi búa í rauða hverfinu, og þ.a.l. ég líka þessa helgina. Lyftari var nýttur til að festa blöðru- og veifuspotta milli ljósastaura, afi kom með rauðan traktor sem nú prýðir túnspilduna við hliðiná húsinu, rauð hjörtu hanga á húsinu sem og rauða blöðrur, rauður dregill liggur að stiganum og svo mætti lengi telja. Yndislegt.

Eins og glöggir lesendur hafa tekið eftir þá hefur síðan fengið smá upplyftingu. Núna hef ég líka útbúið sér síðu þar sem ég ætla að halda utan um þær uppskriftir sem ég set hingað (sjá flipa fyrir ofan mynd). Einnig verða þar tenglar á aðrar uppskriftir en mínar eigin sem og annað áhugavert tengt mat sem ég rekst á. Smá svona bókhald fyrir litla heilann minn 🙂 Nú svo er ég á gígahraða að bæta við tenglum og gera þetta smart og elegant. Gullfallegt.

Hitti Ólöfu Ingu loksins í kvöld, en pjásan var að koma úr 7 mánaða dvöl á Indlandi þar sem hún barðist við að bjarga heiminum – eða þeim hluta hans. Svakalega gaman þegar maður getur bara talað stanslaust í heilt kvöld OG hlustað á annan aðila tala stanslaust líka EN ná öllu sem sagt er OG músíkinni sem hlustað er á! Yndislegt kvöld og æðislega gaman að vera svona þyrst eftir allt masið 🙂 Á morgun er það svo bekkjarmót. Suma bekkjarfélaga hef ég ekki séð í 10+ ár! Það verður ansi skemmtilegt að heyra hvað þeir hafa verið að brasa allan þennan tíma. Ég vona að ég verði ekki spurð. Ég man ekkert hvað ég gerði síðustu 10 árin!

Auglýsingar

5 comments on “Mætt í rauða hverfið!

 • Ánægður með útlitsbreytingar.

  Ég vil annars að þú farir að koma með „uppskrift vikunnar“ eða eitthvað slíkt, eða þá að þú takir myndir af því sem þú borðar alla þriðjudaga eða eitthvað. Það væri fyndið.

 • Hei ánægð með Hjalta. Góð hugmynd! Ég vil fá myndir af öllu sem þú borðar. Ekkert þriðjudags neitt. Bara allt sem þú lætur ofan í þig. Það er ákveðið aðhald í því. Svo dæmum við þig eftir því sem þú borðar. Harðasti dómstóll götunnar. HEI! Bjóðum upp á svona þjónustu fyrir fólk! Fólk skrifar á blogg allt sem það borðar og svo kommentum við eitthvað svona; „Oooooj læturðu þetta ógeð ofan í þig, viðbjóðurinn þinn. Þú ættir að skammast þín. “
  Pant eiga þessa hugmynd!

 • Hjalti: Hahahaha.. vá hvað þetta er góð hugmynd! Hugsa málið 😉

  MaggaStína: já sæl. Þín hugmynd er líka fín… fyrir Arnar Grant eða eitthvað. Ég sé fram á einkar hollan mat á þriðjudögum hér eftir, svo ég lendi ekki í dómstólnum jú sí. Bæðevei, er með 10 kg af rabbabara, kemurðu með í sultugerð?

 • Færðu inn athugasemd

  Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

  WordPress.com Logo

  You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

  Google+ photo

  You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

  Twitter picture

  You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

  Facebook photo

  You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

  w

  Tengist við %s

  %d bloggurum líkar þetta: