Dilemman leyst!

Published 25 júní, 2008 by fanney

Já. Ég svaf ágætlega í nótt þrátt fyrir dilemmuna sem ég virðist ekki geta kallað íslenska nafninu klemma af einhverjum ástæðum. En eftir mikla umhugsun og viðrun við annað fólk þá fór ég í dag eftir vinnu og fjárfesti í gripnum fyrir 1447 krónur. Ef ég væri í golfi þá væri ég að eyða mun meira í hobbýið mitt auk þess sem ég fer allt í strætó núna eða hjóla og klára úr ísskápnum og er að taka úr frystinum mat og hætt að fara í bíó og.. og.. og… 🙂 Núna get ég líka bara setið heima hjá mér og gluggað í nýju fallegu bókunum mínum á milli þess sem ég reyni að muna eftir því að vökva blómin sem amma lífgaði við um daginn.

Á morgun er ég að fara á sumarsýningu Minjasafnsins sem að þessu sinni er um íslenska matarhefð. Flottur Halli chef á neðstu myndinni! En já, mig langaði svo til þess að skoða Kvennafræðarann eftir Elínu Eggertsdóttur, sem er matreiðslu- og heimilisfræðibók síðan 1889. Pirraði mig á því að bókin væri ekki til á Amtinu skv. Gegni en viti menn, ég fann hann svo í annarri útgáfu. Hlakka mikið til að kíkja á gripinn sem fyrst. Kannski ég hefði átt að fara í Hússtjórnarskólann?

Nú svo langar mig í marga hluti á þessari síðu. Meðal annars þetta, þetta, þetta, þetta, þetta, þetta og þetta þó svo að það sé ansi krípí.

Fyrst Hollendingar eru dottnir út þá er það bara áfram Spánverjar! Enda þetta svo á mynd enn og aftur, að þessu sinni er þetta ,,stelast-mynd“ sem ég stalst til að taka á Ölstofunni um daginn. Við Eva María og Maggi hress og prakkaraleg áður en dyravörðurinn kom og öskraði á okkur. (innskot: að sjálfsögðu stalst ég ekkert til að taka þessa mynd heldur stalst ég til þess að fá aðila í verkið þar sem ég var augljóslega upptekin af því að tala og brosa í einu)

Auglýsingar

2 comments on “Dilemman leyst!

 • Til hamingju með ákvörðunina og nýju bókina! 🙂 Ég vildi að ég væri jafn duglegur og þú að elda.

  Heit mynd – og ég held alveg dauðahaldi í Evu Maríu enda ekki þörf á öðru. Fallegt fólk. Ojá.


 • Ég held að þú hafir tekið rétta ákvörðun með bókina, maður verður nú að leyfa sér eitthvað annað slagið!

  En þetta er svolítið sniðug síða og margt forvitnilegt þar að finna.
  P.s. þessi týpa af svuntu er til í LÍN design sem er með búð á laugarvegi og selur líka í EGG. Ég hef prófað svona svuntu og hún er snilld!

  kveðja Guðný

 • Færðu inn athugasemd

  Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

  WordPress.com Logo

  You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

  Twitter picture

  You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

  Facebook photo

  You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

  Google+ photo

  You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

  Tengist við %s

  %d bloggurum líkar þetta: