Bryllupspartý og matur

Published 24 júní, 2008 by fanney

Vá hvað giftingargarðinnflutningspartýið hjá Völlu og Adda var æðislegt! Pottþétt skemmtilegasta partýið so far… frábært veður, huge tjald yfir pallinum, flísteppi og lobbur, hljóðkerfi og gítarspil, grillmatur og pizzur á miðnætti OG ein geggjaðasta súkkulaðikaka sem ég hef á ævi minni smakkað. Algjörlega partý to remember! 🙂 Sjáiði svo líka hvað þau eru sæt þessar elskur! Mússímússímússí!

Valla og Addi

Brjáluð dilemma í gangi hjá mér. Keypti mér matreiðslubók á 50% afslætti í síðustu viku, kjarakaup get ég sagt ykkur. Núna sef ég varla því mig langar svo í aðra bók sem er LÍKA á 50% afslætti og kostar aðeins 1500 krónur! Um er að ræða 1000 uppskriftir og ALLAR með mynd. Við erum líka að tala um að hver uppskrift kostar um 67 aura, sem verður að teljast gjafaverð. Aftur á móti er ég búin að kaupa í síðustu viku og þarf að aldeilis að halda að mér höndum. En ég er nánast hætt að nota bílinn svo ég spara þar. Ég sagði ykkur það, brjáluð dilemma!

Gerði í gærkvöldi, eftir langa pásu, kúskúsið mitt sem ég nánast lifði á hér um árið. Setti wok-blöndu útí það sem og lauk, hvítlauk, sólþurrkaða tómata, fetaost, svartar ólífur og graskersfræ – svona naglasúpa. Borðaði svo afganginn áðan með kálfafilé sem ég sjoppaði í Friðrik V. Delicatessen og men ó men hvað það var gott. Einn kostur við það að vera síngúl er að það er helmingi ódýrara að versla í matinn 😉 Annars kostaði ketið bara þriðjung af bókinni, ef við skoðum það þannig. En hey, maður verður nú að nærast!

Búin að taka Hell´s kitchen með trompi síðustu daga. Finnst afskaplega gaman að horfa á Gordon Ramsay standa á öskrinu og fara gjörsamlega úr límingunum. Reyndar lærir maður nánast ekkert á þessu, en skemmtanagildið er töluvert. Nú bíð ég bara spennt eftir því að komast í FV-vinnuna um helgina til að fá útrás fyrir matargatið.

Sem minnir mig á það – er að fara á matarmenningarsýninguna í Minjasafni Akureyrar á fimmtudaginn!!! Víííí… pottþétt ekki í eina skiptið sem ég tékka á þessari sýningu. Nú svo er ég að fara í Grímsey í júlí auk þess sem UJ útilegan er 12. júlí. Góðir tímar framundan, yes indeed!

Auglýsingar

One comment on “Bryllupspartý og matur

 • Færðu inn athugasemd

  Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

  WordPress.com Logo

  You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

  Twitter picture

  You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

  Facebook photo

  You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

  Google+ photo

  You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

  Tengist við %s

  %d bloggurum líkar þetta: