Jæja já…

Published 19 júní, 2008 by fanney

Nóg að gerast. Mettusinn minn bara orðin fullorðin, útskrifuð úr Menntaskólanum og floginu úr hreiðrinu. Mikið sem ég á nú eftir að sakna hennar, það er bara tómlegt í kotinu. Er þó komin með stúlku í herbergið hennar Mettu (ætli það eigi nokkurn tímann eftir að verða kennt við aðra manneskju?) svo það er aðeins meira líf en ekkert.

Útskriftin á þriðjudaginn var frábær! Allar ræðurnar voru svo léttar og flottar. Valdi Víðis var með ræðu 10 ára stúdenta, Þorlákur Axel 25 ára stúdenta, Stebbi pabbi Villa með 40 ára stúdenta og Tryggvi Gísla (fyrrum) skólameistari með 50 ára stúdenta. Jón Már var líka æðislegur og ræða nýstúdents sömuleiðis. Agalega meyr og klökk kona sem sat í salnum og fylgdist með. Þegar svo hin gullfallega skvísa Mettus Gýpukotus gekk á sviðið í manndrápshælum gat ég ekki hætt að hugsa: ekki detta, ekki detta, ekki detta! En auðvitað datt hún ekkert, þaulvön konan. Um kvöldið dissuðum við moðsteikta lambaketið í Höllinni en fórum þess í stað á Friðrik V. Mikið sem við fengum ný yndislegan mat og þjónustu. Ég fékk humar á fjóra vegu í forrétt og verð að segja að betri humar hef ég aldrei smakkað. Vá. Í aðalrétt fékk ég gæs með gljáðum bláberjum og súkkulaðisósu, algjör unaður. Þessi súkkulaðisósa er eitthvað sem ætti að borðast reglulega! Eftirrétturinn var svo ekki af verri endanum: súkkulaði, súkkulaði, súkkulaði og hvítt súkkulaði. Fullur diskur af yndislegum súkkulaðiréttum. Við vorum öll afskaplega ánægð með matinn og fegin að hafa dissað skarkalann og æsinginn í Höllinni. Áttum alveg hrikalega notalega og skemmtilega stund öll saman, ég, Mettusinn, Unnur og Maggi, Davíð, amma og afi og Rannveig vinkona Mettu. Eftir mat og mojito kíktum við að sjálfsögðu niður á torg þar sem nýstúdentar tóku dansinn, karlmenn í flötum skóm en kvenmenn í manndrápsskóm. Athyglisvert get ég sagt ykkur.

Langt síðan ég hef sett uppskrift á bloggið mitt… Í kvöld þurfti ég að klára grænmeti úr ísskápnum svo ég gerði naglasúpu. Þessa naglasúpu hef ég þó gert áður í örlítið breyttri mynd, þá notaði ég kjötfyllt tortellini í stað gnocchi. Þessi réttur er yndislegur, svo auðveldur og fljótgerður, m.a.s. hægt að flýta fyrir og nota tilbúna tómatsósu (t.d. í stóru dósunum frá Hunt’s) ef maður er á svaðalegri hraðferð. Svo mæli ég með því að þetta sé snætt af djúpum diski, góðu rauðvínsglasi (nú eða Pepsi Max!) og góðum sjónvarpsþætti. Þetta er svona ,,comfort food“. Prófiði!

Gratinerað huggópasta f. 3-4

Slatti pasta soðinn í söltu vatni. Rétt áður en pastað verður al dente, þ.e. ennþá dálítið stíft undir tönn, er það tekið af hellunni og kælt.

Á meðan pasta sýður er einn saxaður laukur gljáður í pönnu, nokkrum sveppum og 1/2 kúrbít í tengingum bætt útá þegar laukurinn er orðinn nokkuð glær. Steikt í ca 5 mín, bæta þá við hvítlauk að vild (ég nota heilan svona lítinn sem fæst í körfum, ekki með rif) og finnst mér best að rífa hann yfir. Krydda með salti og svörtum pipar. Bæta svo útí grænmetið einni dós af söxuðum tómötum og 1/2 dós af vatni, 2-3 msk barbeque-sósu, 2 msk pizzakryddi, 1 lárviðarlaufi og í rauninni hvaða kryddi sem er. Þetta er látið malla þar til sósan er orðin réttilega þykk, ca 15 mín. Þá bæti ég svörtum ólífum samanvið sem ég hef skorið í sneiðar. Blanda svo pastanu útí þetta og helli öllu saman í eldfast mót. Set rifinn ost ofaná (eins mikið og þið þorið!) og skutla þessu í ofninn þar til osturinn er reddí, ca 10 mín.

Mér finnst ekki nauðsynlegt að hafa brauð eða annað meðlæti með þessum rétti. Þið finnið bara hvað ykkur finnst gott með þessu 🙂

Auglýsingar

3 comments on “Jæja já…

 • Gaman að heyra loksins fréttir frá þér mín kæra:)
  Þú skilar hamingjuóskum til Mettu frá mér.
  Hver er það sem leigir hjá þér núna?

  kveðja guðný

 • she´s alive! gott að heyra frá þér og ekki verra þegar svona girnó uppskriftir fá að fylgja með. einfalt er samt fyrir mér að sjóða pasta og hella tilbúnni sósu yfir en ég er tilbúin í að prófa þetta! verð svo að prófa þennan friðrikssstað, augnablikinu eru ágætislíkur á að ég eyði næstu viku á eyrinni góðu, þannig að ég kíkja þá og biðja um humar og nóg af súkkulaði;) já og bjalla kannski líka í þig líka….ég verð í bandi.

 • GMA: Hún heitir Anna, foreldrar hennar eiga Mareind m. Halldóri frænda og Línu.
  Harps: glæsilegt! Sökum kreppu og matreiðslubókakaupum sbr. nýju færsluna býð ég líkast til ekki í humar 😉 En súkkulaði er staðalbúnaður hérna í Gýpukoti! Vertu í tvinna beibí og við finnum útúr þessu. Hlakka til að sjá þig!

 • Færðu inn athugasemd

  Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

  WordPress.com Logo

  You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

  Twitter picture

  You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

  Facebook photo

  You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

  Google+ photo

  You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

  Tengist við %s

  %d bloggurum líkar þetta: