Stóra fréttin…

Published 15 maí, 2008 by fanney

Jæja. Um þessar mundir er ég búin að starfa í eitt ár hjá Akureyrarbæ og búa í ca 16 mánuði á Akureyri. Af því tilefni ætla ég að skála: SKÁL! Akkúrat núna á ég bara eftir að vinna í 8 klukkustundir fyrir Akureyrarbæ og þá er ég hætt. Ég sagði upp í mars vegna þess að mér bauðst mjög spennandi föst staða á nýjum stað. Nýja vinnan mín heitir Laut og er athvarf fyrir fólk með geðraskanir á vegum Rauða kross Íslands og Geðverndarfélags Akureyrar. Ekki seinna en kl. 9:00 á mánudagsmorgunn mæti ég í nýju vinnuna. Spennó, ekki satt?

Það er ekki laust við að súrsæt tilfinning kraumi upp hjá kéllu. Auðvitað er meiriháttar gaman að breyta til og kynnast nýjum hlutum. Að sama skapi skil ég við hátt í 20 yndislega samstarfsmenn á búsetudeildinni sem hafa reynst mér mjög vel þetta fyrsta ár mitt sem félagsráðgjafi í starfi. Hresst fólk sem nennir sko alltaf að tala um mat við mig! Í nýju vinnunni eru 4 starfsmenn svo það er ansi mikil breyting þar! En aftur á móti eru hátt í 30 manns sem sækja Lautina daglega svo ég þarf ekki að hafa áhyggjur af því að mér muni leiðast, þvert á móti. Enda er það ein helsta ástæðan fyrir breytingunni: mér langar í meiri kontakt við fólkið sem ég er að vinna með/fyrir.

Já þar hafiði það. Fleira er svosem ekki í fréttum af mér. Hef verið að vinna frekar mikið síðustu daga og því minna um frítíma en ella. Andleysi hrjáir mig þessa dagana og ég sakna Stöðvar tvö. Hneykslast ekkert lítið á þeirri ,,dagskrá“ sem boðið er uppá á frjálsu sjónvarpsstöðvunum. Hnussum svei! Hápunktur kvöldsins var hin girndarlega og girnilega Nigella sem að vanda mallaði sniðuga rétti á nó tæm. Og talandi um mat: ég eeeelska sveskjur! Algjörlega ómissandi eftirréttur í mötuneytinu er að narta í 4-5 sveskjur – ekki meira því þá gæti … já, þið vitið. Nú svo er ég að leita mér að ódýru en góðu hjóli! Hef ekki alveg efni á tugþúsundakróna reiðfáki en langar afskaplega mikið til að parkera Kermit smá og hreyfa á mér… lappirnar.

En andleysið er algjörlega að fara með mig… skil við ykkur með yndislegu myndbandi af kettinum hans Símons. Bala klútt þéssi kisalingul!

Auglýsingar

3 comments on “Stóra fréttin…

 • Innilega til hamingju með nýju vinnuna, þú átt sko eftir að standa þig vel þar…eins og í öllu, félagsráðgjafi góður.

  Verð svo að gera mér ferð norður í sumar og borða eins og 1 ís með þér…já eða nokkrar sveskjur.

  Knús knús og gangi þér vel í nýja djobbinu darling.

 • Færðu inn athugasemd

  Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

  WordPress.com Logo

  You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

  Google+ photo

  You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

  Twitter picture

  You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

  Facebook photo

  You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

  w

  Tengist við %s

  %d bloggurum líkar þetta: