Sitt lítið af hverju

Published 8 maí, 2008 by fanney
 • Maður fær ekki þverfótað á vísi.is í dag fyrir allskyns ,,fréttumaf pörunum sem tóku þátt í Hæðinni. Pörin auglýsa sig hægri vinstri og reyna að nota síðustu dropa fjölmiðlaathyglinnar í botn. Ég segi fyrir mig, sem aðdáandi þáttanna, að þetta sé komið gott. Hlakka annars til að glápa á úrslitaþáttinn í kvöld, ég gerði meira að segja smárétt til að narta í! 🙂 Ég vona að Brynjar og Steinunn taki þetta, ég gæti einna helst hugsað mér að búa í þeirra íbúð. Baðherbergið hjá Begga og Pacasi var reyndar mjög flott, en ég myndi taka ljósleiðarana niður þrátt fyrir að vera glysgjörn kona.
 • Sumartaflan á Bjargi komin og enginn morguntími virku dagana sem hentar mér! Krapp.. Jæja, ég verð þá bara að útbúa mér killer æfingaplaylista í æpoddinn þar sem Dr. Gunni gefur ekki út sinn æfingadisk fyrren á næsta ári. Þessa dagana hlusta ég þrisvar sinnum á J’aime la vie með Söndru Kim meðan ég geri magaæfingarnar, eina lagið sem kemur mér í gegn! Tillögur að góðum æfingalögum vel þegnar 🙂
 • Mig langar svooooo mikið til að sjá Young@Heart heimildarmyndina um eldri borgara kórinn sem syngur lög eftir Coldplay, Ramones, Queen og fleiri. Ég fæ gæsahúð niður á kálfa og upp aftur við að hlusta á þessa snillinga. Ó ef bara ég vissi hvað þessi maður væri að hugsa um þegar hann syngur þetta lag, hafandi lifað tímana tvenna og eflaust elskað og misst. Kannski ég gerist nýmóðins og panti mér þessa mynd í gegnum netið þar sem nokkuð er í næsta ammli!?
 • Á annan í Hvítasunnu verður starfsmannagleði á Friðriki V. – besta vinnustað sem ég hef unnið á. Rétt í þessu var ég að staðfesta mig, og skv. Friðriki þá þarf að rigna eldi og brennisteinum ef ég ætla að hætta við. Svei mér ef ég er ekki farin að hlakka til!
 • Vá hvað ég elska það að vakna við fuglasöng! Búið að vera yndislegt veður í dag og sólarsamba á pallinum. Skaust út í búð í hádeginu og var dolfallin yfir spegilsléttum sjónum í höfninni. Það er á svona stundum sem maður þakkar fyrir rokið. Án þess væru þessi móment ekki til!
 • Annars er bara stúss og meira stúss fyrir fermingu litla krílisins. Verður gaman að hitta alla á sunnudaginn og eiga góðan dag saman 😀 Enda þetta á stórgóðri mynd af túttunni uppi á Arnarklett fyrir ofan Kjarnaskóg.

Eðaltúttan getur allt sem hún ætlar sér!

Auglýsingar

5 comments on “Sitt lítið af hverju

 • Vá ég sá bara regnboga og fugla og býflugur og hjörtu og svona alls konar þegar ég las þessa færslu 😀
  Mjöööög góð byrjun á deginum að sjá svona unað frá þér, Fannsan mín. Þetta kanntu best, að vera lífsglöð og smita út frá þér.

  Kannski ég helli mér í annað glas…

 • ég veit þú ert bara á ólafsvík, og ég veit að þú kemur aftur á mánudaginn, en einhvern veginn hef ég aldrei fundið mig eins gríðarlega knúna til að fá að hitta þig og núna, fannst glatað að horfa ein á ANTM… Ferðu ekki alveg að koma heim?
  ég vil fanney

 • Hæ skvís,

  Vonandi ertu að skemmta þér í ólafsvíkinni okkar…og til hamingju með litlu systir…stóru. lol

  bið að heilsa öllum og hlakka til að hitta þig loksins eftir heila öld 😉

  sólarkveðjur frá spáni
  Hjördís harpa

 • Færðu inn athugasemd

  Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

  WordPress.com Logo

  You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

  Twitter picture

  You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

  Facebook photo

  You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

  Google+ photo

  You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

  Tengist við %s

  %d bloggurum líkar þetta: