Samræmd próf

Published 29 apríl, 2008 by fanney

Síðasta mánuðinn hef ég fengið að aðstoða vinkonu mína að læra undir enskt samræmt próf sem fram fer í fyrramálið. Í fyrstu var þetta agalegt, því ég var búin að gleyma rúmlega helmingi kunnáttu minnar í enskri málfræði. Svo smám saman fór þetta að koma til mín aftur og ég gat ausið úr brunni enskuvisku minnar yfir blessuðu Kareni Ösp. Í gærkvöldi tókum við svo síðustu eiginlegu kennsluna en hittumst svo í kvöld og spjölluðum saman. Ég er ekki frá því að ég sé eins og stolt hænumamma þegar ég fylgist með ,,dóttur“ minni skipuleggja sig og lærdóminn. Hún á eftir að standa sig svo vel, enda ótrúlegt hversu fljót hún er að ná hlutunum. Jaaa, ef ég hefði verið svona skipulögð þegar ég var að klára grunnskólann þá hefði mér kannski gengið öööööörlítið betur í MA. Eníhú –  Prófið hefst kl. 9 í fyrramálið svo ég bið ykkur um að senda okkur mæðgum enska strauma frá þeim tíma fram að hádegi, ok?

Auglýsingar

4 comments on “Samræmd próf

 • Er einmitt að fara á starfsmannafund um vefinn umferd.is klukkan níu í fyrramálið. Mér þykir nefnilega mjög nauðsynlegt að tónmenntakennarar geti frætt börnin um mikilvægi þess að horfa í báðar áttir áður en maður fer yfir götu 😉 Skal senda ykkur mægðum FULLT af straumum í fyrramálið 😀

 • Þóra: straumarnir hafa pottó komist á áfangastað – takk!

  Mettus sambýlus: víkin var ljúf, verður enn meira næs næstu helgi

  Annie Rose: henni gekk vel, enda algjör snillingur Ekkert lítið stolt!

 • Færðu inn athugasemd

  Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

  WordPress.com Logo

  You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

  Google+ photo

  You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

  Twitter picture

  You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

  Facebook photo

  You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

  w

  Tengist við %s

  %d bloggurum líkar þetta: