Unaðshelgi – enn á ný

Published 21 apríl, 2008 by fanney

Eitt verður aldrei of oft sagt: mikið er frábært veður!

Átti sérdeilis prýðilega helgi. Byrjaði stórkostlega með áhorfi á úrslitaþætti í Bandinu hans Bubba. Valdís hin yndislega kom på besög og át með mér ávexti með rjómakremi, namm namm. Horfðum svo á Lipstick Jungle sem eru by the way fáránlega góðir þættir (á Skjá einum svo ég get haldið áfram að fylgjast með þeim e. Hvítasunnu!). Gamla konan (ég) var þreytt og lúin eftir vikuna svo hún var sofnuð meðan klukkan sló ennþá á föstudegi. Laugardaginn tók hún snemma, gerði sér brunch meðan aðrir á heimilinu sváfu vært og las blöðin í hægðum sínum (þó ekki bókstaflega, guð hjálpi mér). Þegar meira líf fór að færast í Gýpukot fékk ég að viðra mig í sólinni. Við Willisinn fórum á listsýningarrúnt, en vinkona okkar var að opna prjónasýningu í GalleriBox ásamt systur sinni. Dauðlangaði að sjoppa mér vettlinga, hrikalega og bilað flottir! Komum við í heimsókn hjá Reyni pönkhetju og spúsu hans Möggu „I dream crazy things“ Stínu þar sem ég rændi bæði bleiku spili og ísvél sem verður testuð hið fyrsta. Grillerí og glens eins og laugardögum sæmir, en ekki hvað? Þó ekki meira glens en svo að kéllan var farin að geyspa fyrir miðnætti. 

Í blíðviðrinu á sunnudeginum fórum við uppí Kjarnaskóg með nesti og nýja skó. Skunduðum þar uppá hamrana sem eru fyrir ofan Hamra og Kjarnaskóg, eða Arnarklett að mér skilst. Blautur snjór svo ekki var uppáferðin sú auðveldasta, auk þess sem gamla er í engu Mt. Everest formi, svo lítið sé sagt. Sem betur fer gat Willisinn hægt á sér reglulega og stoppað á steini með kéllu. Þvílíkur unaður! Sáum þarna yfir Akureyri og uppum fjöll. Ægilega kósý að kúra á hvalbaki og sleikja sólina – og ávaxtasalatið með létt-AB-mjólkinni! Enn var grillað þegar heim var komið og ég er að segja ykkur það að ég er orðin jafn tönuð og lambalærisneiðarnar það kvöldið!

Já, ég hefði kannski átt að byrja þessa færslu á orðunum: ,,Kæra dagbók“. Oh well, ég veit svona kannski um helminginn af fólkinu sem les þetta blogg og það er ALLT heavy forvitið svo það er ágætt að það fái eitthvað fyrir sinn snúð. Meina, glatað að koma á bloggið mitt og þar er bara blogg um pólitík eða samfélagsleg málefni? Hvað er kúl við það? Sjæse…

Annars byrjaði helgin mín ekki á BubbaBjössaOgVilla-áhorfi heldur í geðshræringarkasti þegar ég fékk bréf með rithönd Völlu minnar, póstlagt í Mosfellsbæ. Pældi heilmikið í því hvað væri í gangi, hvort þau hefðu gleymt einhverju eða hvað væri eiginlega málið. Nújá. Opnaði bréfið og missti andann og kúlið – en bara í smástund. Valla og Addi bara orðin hjón, búið er að gefa Adda hönd Völlu svo nú getur hann (loksins) gert það sem hann vill við hana. Með bréfinu kom óskalisti yfir gjafir, fyrir áhugasama: mjólkandi geit, nýtt sófasett, hundur, garðhúsgögn svo pallurinn verði ekki tómlegur, sláttuvél, olía á pallinn og RoboMob. Sjálf ætla ég að gefa þeim einn á’ann fyrir að leyna mig þessu í viku. Meina, erum við ekki í hjúskap saman?

P.s. set inn sólar-sælu-myndir þegar ég finn snúruna í myndavélina.

P.s.2. Hef ég nokkuð sagt ykkur hvað ég á yndislegan og ótrúlega flottan kærasta? Hann er amk bestur, og rúmlega það 🙂

Auglýsingar

2 comments on “Unaðshelgi – enn á ný

 • þessi setning fannst mér stórgóð: ég er orðin jafn tönuð og lambalærisneiðarnar það kvöldið!
  ég er ennþá að hlægja. hahahahahhahhahaha

  hey, vissuru það að það er bara 39 dagar þangað til að sumarfríið okkar byrjar!!!:)

  vúhú

 • Færðu inn athugasemd

  Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

  WordPress.com Logo

  You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

  Google+ photo

  You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

  Twitter picture

  You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

  Facebook photo

  You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

  w

  Tengist við %s

  %d bloggurum líkar þetta: