Silence of the lamb

Published 17 apríl, 2008 by fanney

Heyrist bara ekki bofs frá mér þessa dagana. Fólk gæti haldið að ég væri einstaklega upptekin við það að sóla mig í laugum bæjarins, enda hef ég sögu um tanorexiu. Svo er víst ekki. Ég sit innilokuð 10-12 tíma á dag á meðan að sólin sýnir á sér sínar ágætustu hliðar. Ó mig auma.

Hvað varð um vikuna? Allt í einu er bara að koma helgi, og síðasta helgi nýliðin! Svona vill maður hafa þetta 🙂 Eða svona nánast. Dögum mínum sem and-sjónvarpista er lokið. Ég man þá tíð þegar ég fylgdist ekki með neinum þáttum og horfði nær aldrei á sjónvarpið. Það er ekkert svo langt síðan. Ár? Eitt og hálft? Jæja, núna er ég orðin að SJÓNVARPSFÍKLI! Ég er farin að fylgjast með ískyggilega mörgum sjónvarpsþáttum og ,,stöðvaflakka“ (e. channel surf) ef einhver þáttanna ,,minna“ er ekki á dagskrá. Í gærkvöldi tók svo steininn úr þegar ég var nánast búin að gefa skít í spilamennsku með Villa fyrir endursýningar úr Americas Next Top Model! Í msn-samtali dagsins við elsku Valdísina mína kom hún með þann punkt að bráðlega yrði ég nú laus við þenna sjónvarpspúka, en ég ætla að skila pabba myndlyklinum núna um Hvítasunnuna. Í geðshræringarkasti greip ég borðdagatalið mitt og fletti því upp hvort ég næði ekki alveg örugglega að klára seríuna af Hæðinni áður en myndlyklaskilunin færi fram. Að hugsa sér! 

Svona eftir á hyggja er alveg augljóst hvað varð um vikuna, hún fór í sjónvarpsgláp!?!

Auglýsingar

5 comments on “Silence of the lamb

 • VaNnna: ónei, mínir peningar fara sko ekki í 365 veldið, takk fyrir takk. En mikið hlakka ég samt til að horfa á Stöð 2 plús, Stöð 2 bíó, Discovery channel og allar hinar stöðvarnar með þér í kvöld!

  Miss D: klárlega! Þarf líka að fá seríu 2 af Grey´s hjá þér 😉

  ÞóMart: Kem suður um mán.mótin, once again (sökum götótts minnis): verðuru viðlátin?

  MaggZ: Hjúkk, JÁ! Annað væri skandall.

  Annars er ég búin að finna lausnina: dvd-tæki sem tekur upp úr sjónvarpinu á harðan disk. Þannig hættir sjónvarpsdagskráin að stjórna mér og ég get bara horft þegar ég vil 🙂 Svona ef ég meika að bíða… hmmm.

 • Færðu inn athugasemd

  Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

  WordPress.com Logo

  You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

  Twitter picture

  You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

  Facebook photo

  You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

  Google+ photo

  You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

  Tengist við %s

  %d bloggurum líkar þetta: