Sportpöbbinn Gýpukot

Published 10 apríl, 2008 by fanney

Jæja já, á maður eitthvað að tjá sig hérna?

Dagarnir þjóta hjá, einn af öðrum, og bráðum verður svo komið sumar. Í sumar gerist það svo að ég fæ mitt fyrsta eiginlega sumarfrí! Eitthvað sniðugt verður nú bardúsað í sumar, m.a. ætlum við Valdís að keyra hringinn með Vegahandbókina meðferðis. Á góðri stundu í Grunarfirði er svo síðustu helgina í júlí og þar verð ég alveg pottþétt, klædd í grænu og í góðum fíling með skemmtilegum ættingjum. Mig langar líka til þess að fara í fullt af útilegum, helst bara hverja helgi í sumar! Mig langar til að fara á Vestfirðina og skoða mig um þar sem og á Austfirðina og sérstaklega í Mjóafjörð. Nú svo er líka alveg unaðslegt að finna laut fjarri mannabyggðum, tjalda þar og njóta lífsins 😀 Sumsé, ég hlakka til sumarsins!

Þessar sjónvarpsstöðvar sem ég er aðnjótandi um þessar mundir gera mér ekkert nema gott. Hæðin á Stöð 2 er t.d. frábær þáttur sem ég má bara alls ekki missa af. Hef líka hrikalega gaman af djöflalátunum í Chef Gordon Ramsey í Hell´s kitchen. Það sem þessum manni dettur í hug að segja! Jahér. Nú svo var ég svo heppin að Gýpukotinu mínu var breytt í Sportpöbb á þriðjudagskvöldið. Þegar ég kom heima af Friðriki V. uppúr sjö sátu þrír stórskemmtilegir karlmenn við bleika vegginn minn, íklæddir Liverpool treyjum og drekkandi bjór. Nú svo þurfti auðvitað líka að skreyta sjónvarpið og skenkinn með Liverpool-treflum, bara svo það væri enginn vafi á því að þetta væri Liverpool-pöbb. Öskrin og lætin í þessum mönnum komu svo blóðinu mínu á hreyfingu reglulega og kann ég þeim bestu þakkir fyrir. Ég fékk svo að elda buffalóvængi og Mexíkóhatt sem fór held ég bara vel í mannskapinn. Kannski ég ætti bara að selja inn, bjóða fólki að koma með sína eigin drykki og svo getur það keypt sér ,,nasl leiksins“ sem ég útbý? Hux hux hux…

Að lokum ætla ég að klappa mér og Valdísi á bakið en við höfum síðustu tvær vikurnar verið að taka okkur í gegn og breyta mataræðinu okkar. Við erum hrikalega duglegar og stöndum okkur svakalega vel, en samanlagt höfum við náð að losa okkur við 2,7 3,7 kíló! Bara á 2 vikum! Já góðir hálsar, klapp fyrir okkur 🙂

Auglýsingar

3 comments on “Sportpöbbinn Gýpukot

 • Fanney mín, sko í 1. lagi; hrós fyrir að blogga, alltaf gaman að lesa skemmtileg blogg! 2. ójá við förum sko í útilegur í sumar! ekki spurning! er tjaldið annars ekki enn hjá þér:) 3. ég held þú þurfir að draga upp reiknivélina, því samkvæmt mínum útreikningum, þá erum við búnar að missa 3,7 kg:)
  förum við ekki að ná fylgi framsóknar?

 • Var einmitt aðcommenta hjá Völlu að það verður líklegast þétt setið hjá þér í næsta leik því að ekki fá karlanir svona þjónustu heima hjá sér,bjór og gómsætt snakkerí :)Þú ert náttla mögnuð

 • Færðu inn athugasemd

  Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

  WordPress.com Logo

  You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

  Google+ photo

  You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

  Twitter picture

  You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

  Facebook photo

  You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

  w

  Tengist við %s

  %d bloggurum líkar þetta: