Valkvíði

Published 27 mars, 2008 by fanney

Eftir miklar rökræður og málalengingar (af minni hálfu) fékk ég pápa til að skilja eftir myndlykilinn hérna hjá mér. Fram að Hvítasunnu hef ég því úr aaaaansi mörgum sjónvarpsstöðvum að velja. T.d. get ég valið úr (alltof) mörgum íþróttastöðvum sem allar sýna meira og minna fótboltaleiki. Ekki beint minn tebolli. Þarna inná milli er svo Stöð 2 sem er vel. Ég er nefnilega pínu mikið skotin í einum þætti sem var að byrja á þeirri stöð og heitir sá góði þáttur Hæðin. Þetta eru þættir í anda Extreme makeover: home edition, nema að þarna fá þrjú pör afhentar þrjár fokheldar íbúðir og eiga að græja og gera íbúðirnar reddí til sölu. Algjörlega eftir sínu höfði. Þetta finnst Matháknum líka svona skemmtilegt að horfa á 😀 Kannski bara skemmtilegra en að horfa á Americas Next…? Nei maður spyr sig.

Í gærkvöldi mætti Valdísin í heimsókn og var af því tilefni hefðarfrúamatur á borðum. Við gerðum okkur pitsur í þartilgerðum ofni með því að dæla djúsí sósu og fuuuuullt af gúmmilaði á fajitas pönnukökur. Gasalega gott 🙂 Hvíta Toblerone-ið og mini-hlaupin sem Valdís keypti í Fríhöfninni voru líka alveg ágæt… 😀 Já og jafnvel bara góð, svona þegar á leið í smökkuninni.

Styttist í helgi og því ber að fagna. Stefnir allt í spilakvöld hjá Rauðu punktunum, og frumsýningu á einum nýjum hliðar-meðlim í klúbbnum. Reyndar engin frumsýning fyrir mig þar sem ég þekki liminn og samþykki hann óhikað. Nú svo er ekki úr vegi að sitja heima það sem eftir lifir helgar og horfa á allar þessar stöðvar!

Auglýsingar

4 comments on “Valkvíði

 • ég er svo ánægð með hvað þú ert að standa þig vel í blogginu kona góð!! áfram svona!! þú ert líka að standa þig vel í mörgu öðru:)
  já það var voða næs að vera hjá þér í gær, gerum þetta oftar, bara ekki með hvítu tobleroni og hlaupi!!:-o

 • Blessuð og sæl Fanney Dóra. Datt eftir órannsakanlegum vegum internetsins hingað hingað inn;)
  Maður verður nú bara svangur á að lesa bloggið þitt! Kannski gefur mér heimilisfangið svo maður getir boðið sér í mat til þín hehehhe
  Bið að heilsa á norðurlandið!
  Kveðja
  Hadda Hreiðars

 • Færðu inn athugasemd

  Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

  WordPress.com Logo

  You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

  Google+ photo

  You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

  Twitter picture

  You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

  Facebook photo

  You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

  w

  Tengist við %s

  %d bloggurum líkar þetta: