Páskar koma og fara

Published 26 mars, 2008 by fanney

Svakalega var þessi ,,langa“ helgi fljót að líða! Time flies when you´re having fun, right? 😀

Mamma, pabbi og lilsys komu í höfuðstaðinn á föstudaginn sem var ansi ljúft og rúmlega það. Unaðslegt grillað lambalæri með tilheyrandi og svo var auðvitað tekið í spil. Wii-tölvan var vinsæl en þrátt fyrir mikla tennisiðkun brotnaði ekkert ljós sem hlýtur að teljast framför. Á laugardagskvöldið var svo matarboð hjá foreldrum VillZ og annað unaðslegt lambalæri snætt. Gullsetning systur minnar á leið inn: ég vona að þetta verði ekki eins og í Meet the Fuckers! Kvöldið var stórskemmtilegt, fyndið hvað við Íslendingar tengjumst á marga vegu þegar við förum að skoða málin. Á Páskadag var svo hin árlega páskaeggjaleit, enda þarf maður nú aðeins að hafa fyrir því að fá gómsæta eggið í hendurnar. Familían fór svo rétt eftir hádegið og þá var undirrituð ekkert svo stór lengur. En fullorðnaðist svo heldur betur þegar hún fattaði að þetta var fyrsti Páskadagurinn sem hún var ekki hjá foreldrunum heldur eldaði sjálf páskamatinn! Fyllti kjúklingabringur með rauðu pestói, svörtum ólífum og fetaosti, beikonvafði herlegheitin og skutlaði á heilsugrillið. Algjör snilld með piparostasósu, steiktum timjan kartöflum og bökuðu grænmeti! Eftir að við höfðum legið á meltunni í smástund komu Haffi og Anna Karen og við spiluðum Pictionary. Stelpurnar rústuðu strákunum, en ekki hvað?

Sumsé, yndislegir og rólegir páskar. Gærdagurinn var svo alveg hrikalega erfiður og langur, enda fyrsti vinnudagur eftir frí. Eftir vinnu fór ég að vanda á Friðrik V. sem er nú alltaf jafn skemmtilegt. Enn betri skemmtun tók svo við þegar heim var komið. Herra VillZ í eldhúsinu með potta og pönnur og viftuna í botni. Niðurstaðan var svo gómsætur kvöldmatur sem ég kom ekkert nálægt – svííííít! Vallan var svo búin að bjóða í kaffi í tilefni þess að Addi hafði elst um eitt ár, fínn eftirréttur það! Að vanda bauð ofurkonan uppá kræsingar og skemmtun fyrir allan peninginn. Og jú, Addi var líka alveg að standa sig í að skenkja kóklætinu!

Málshættirnir mínir: Jafnir baggar fara best og Ást er ekki að horfa bara hvert á annað heldur að horfa bæði í sömu átt.

Auglýsingar

4 comments on “Páskar koma og fara

 • Færðu inn athugasemd

  Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

  WordPress.com Logo

  You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

  Twitter picture

  You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

  Facebook photo

  You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

  Google+ photo

  You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

  Tengist við %s

  %d bloggurum líkar þetta: