Já komiði sæl og blessuð!

Published 20 mars, 2008 by fanney

Svakalega er fallegt á Seyðisfirði! Við fórum þangað um síðustu helgi með foreldrum VillZ og heimsóttum ættingja. Leiðin engu síðri, Möðrudalsörævi eru hrein snilld þó svo að ekkert sá ég hreindýrið. Veðrið var algjörlega með okkur, sól og fallegt. Krúttlegu húsin á Seyðisfirði alveg æðisleg, fjöllin sem þrengja notalega að manni.. ahhhh. Náðum okkur þó í flensu fyrir austan sem er ekki aaalveg eins notalegt.

Í gærkvöld var svo blásið til stelpukvölds hjá okkur Völlunni. Kjöftuðum frá okkur allt vit (eða svona…), horfðum á Americas Next Top Model (OMG eruði að djóka með sumar gellurnar þarna?) og gæddum okkur á hollri og góðri nachos dýfu (uppskrift neðar). Svo dembdum við okkur í fótabað með lavender baðsalti og horfðum á Pretty Woman. Var alveg búin að gleyma hvernig þessi mynd væri. Julia Roberts hefur lítið breyst, heppna beyglan, og er svakaleg tútta í þessari mynd. Ég var orðin svolítið leið á þeim hluta myndarinnar sem fjallar um vinnuna hans, nema í endann lagaðist það þegar hann breyttist líka svona fallega. Ahhhh… hvað er Richard Gere líka flottur? Jahérna. Það var því södd, sæl og mjúkfóta kona sem lagðist til hvílu í Gýpukotinu í gær.

Nú svo líður að páskahátíðinni. Familían ætlar að koma norður á morgunn, ef veðrið andskotast ekki upp úr öllu veldi. Annars er stefnan tekin á rólega og notalega páska, tærnar uppí loft, púsl, spil og kannski skíði ef viðrar. Ísskápurinn orðinn fullur (hvaðan ætli ég fái það, ha mamma?) og ég búin að baka. Ætla jafnvel að skella í aðra sort, svona ef mig grípur fílingurinn. Óska ykkur því gleðilegra páska og vona að þið hafið það jafn yndislegt og ég ætla að hafa það. Kaaanúúús!

_____________

Getur maður ekki borðað endalaust af heitu nachos-dýfunni með unaðslega bræddum osti? Ójú. En þegar maður er að hugsa um bumbuna er sá kostur kannski ekki mjög vænlegur. Ég hef stundum gert kalda nachos-dýfu, þar sem ég blanda rjómaosti og salsa saman, svona þegar ég vil breyta til. En þessi var ennþá betri en sú dýfa! Tjékkitt!

Köld og bumbuvæn nachos-dýfa

1 dós chunky salsa, hot

1/2 stór dós kotasæla

10 cm bútur af blaðlauk, mjög fínt skorinn

1/4 gúrka, mjög smátt skorin

1/4 rauðlaukur, mjög smátt skorinn

3-4 kirsuberjatómatar, fræin skafin úr og þeir fínsaxaðir

Smá bútur af papriku (ég notaði þessa aflöngu, rauðu og sætu), mjög fínt söxuð

nokkrar gular maísbaunir

nokkrar svartar ólífur, skornar í sneiðar

Blanda saman kotasælu, salsa og blaðlauk og setja í eldfast fat, eða annað vítt og grunnt fat. Svo er öllu þessu unaðslega fínt söxuðu grænmeti skúffað yfir. Endilega bætið við uppáhalds grænmetinu. T.d. get ég ímyndað mér að fínt saxað spergilkál yrði truflað með þessu! Þetta hámar maður svo í sig með Doritos með MJÖG góðri samvisku. Og ótrúlegt en satt þá er þetta sjúklega gott, saknaði ekkert brædda ostsins þegar ég japlaði á þessu! 😀 Það var pínulítill afgangur og hann setti ég milli tveggja tortilla kaka, í matarfilmu og inní ísskáp. Það ætla ég svo að skera í sneiðar í dag og njóta!

Auglýsingar

4 comments on “Já komiði sæl og blessuð!

 • ohhhh pretty women, er æææææææði, líka runaway bride, þar leika þau aftur saman!! og enn bæði svona fjallmyndarleg!!

  annars er ég búin að sjoppa af mér rassinn….

  feitur visa reikningur, en alveg þess virði!

  sé þig fljótt krúslan mín, knúúúúúúúúúúúúúúúúúúúúúúúúúúúús

 • nachos ídýfan auðvitað snilldin ein, á pottþétt eftir að búa hana til einhverntíman 🙂 Takk fyrir kvöldið, þetta var mega kósí!

 • Oh ég elska uppskriftarhornið þitt Fanney Dóra! Þessi dýfa hljómar yndislega…ekki það að maður þurfi að passa á sér vömbina…*hósthóst*. Mun prufa hana um helgina, ekki spurning. Verður gott að hvíla sig á páskaegginu..eitthvað verður maður nú að éta;)

  Gleðilega páska darling!

 • Valladísa: fesjónsjó við tækifæri!
  Vallan: dittó – og sósan var góð hjá þér í gær 😉
  Harps: Takk fyrir það! Núna verð ég klárlega að reyna standa mig í uppskriftunum fyrst ég er komin með áhanganda!

 • Færðu inn athugasemd

  Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

  WordPress.com Logo

  You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

  Twitter picture

  You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

  Facebook photo

  You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

  Google+ photo

  You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

  Tengist við %s

  %d bloggurum líkar þetta: