Indversk kartöflusúpa

Published 13 mars, 2008 by fanney

Föndraði þessa í gærkvöldi og ákvað að deila henni með ykkur. Hún var unaðslega góð!!! 

Indversk kartöflusúpa f. 4-6

4 meðalstórar kartöflur, skornar í teninga

1 sæt kartafla, skorin í teninga

4-6 gulrætur, afhýddar og skornar í sneiðar

1-2 laukar, saxaðir

hvítlaukur eftir smekk, saxaður

1-2 msk kóríanderfræ

1/2-1 þumall engifer, afhýtt og saxað

1 dós tómatar, hakkaðir

1 dós kókosmjólk

2-3 tsk cummin (ath ekki kúmen) eða garam masala

1-2 tsk kanill (ekki kanilsykur!)

1 – 1 1/2 msk rautt karrýmauk (fæst í krukkum hjá Blue dragon núðluvörunum í Nettó)

tómatpúrra til að bragðbæta (ég kaupi þessa í túpunni svo ég þurfi ekki alltaf að opna dósir)

svört sesamfræ

ferskt kóríander, saxað

 ________________________

Byrjað er á því að steikja laukinn í smá olíu, bæta þá við kóríanderfræjum, engifer og hvítlauk (og chilli) og leyfa að malla í nokkrar mín þar til fræin fara að poppa. Bæta þá grænmetinu við og steikja í nokkrar mín. Setja þá dósina af tómötum útí og 2xdósin fyllt með vatni. Krydda með karrýmaukinu og negul, cummin, garam masala, karrý de lux frá pottagöldrum eða öðrum indverskum kryddum. Leyfa þessu að malla þar til kartöflurnar og gulræturnar eru soðnar al dente. Bæta þá kókosmjólkinni útí, skerpa smá á og mauka svo með töfrasprota eða í matvinnsluvél. Það má líka hafa hana í bitum ef vill. Þegar maður borðar þetta stráir maður svo svörtum sesamfræjum og kóríander yfir súpuna og nýtur í botn! Gott að hafa hrökkbrauð eða naan brauð með þessu, en alls ekki nauðsynlegt. Þegar ég geri þessa súpu næst ætla ég að bæta smá chilli við því mér fannst súpan ekki nægilega sterk 🙂 en hún er þó bragðmikil.

ATH! Ekki láta langa upptalningu hráefna hræða ykkur! Ef maður á þessi krydd til þá er EKKERT mál að gera unaðslega indverskan mat 🙂

Auglýsingar

3 comments on “Indversk kartöflusúpa

 • Mega ófrískar konur borða sterkan mat? DJÓK!!!! Mikið væri samt heimurinn betri ef Fanney Dórunum myndi fjölga örlítið;) Hlakka enn til að heyra leyndóið, ertu kannski að flytja í bæinn eða ekkvað?

  Ætla að skella í súpuna við tækifæri. Það er ekki að spyrja að myndarskapnum. Held að ég þurfi fyrst að kaupa öll kryddin og svona, sumt af þessu kann ég varla að bera fram;) Bara spennó!

 • Ohhh… elda þessa þegar ég kem heim…. allt-of-heitt ástandið hérna leyfir það ekki þessa stundina… fannst einmitt vanta chilli í hana og ætlaði að spyrja þig út í það, þar til ég las í gegnum allt… hérna borðar fólk chillið eintómt með kornunum og öllu tilheyrandi.. hef ekki lagt í það ennþá en það kemur að því
  Knús,
  Indverjinn

 • Færðu inn athugasemd

  Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

  WordPress.com Logo

  You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

  Google+ photo

  You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

  Twitter picture

  You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

  Facebook photo

  You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

  w

  Tengist við %s

  %d bloggurum líkar þetta: