Spennufall…

Published 5 mars, 2008 by fanney

Þóra mín komin og farin, alltof stutt stopp hjá þeim skötuhjúum en mikið var nú gaman að hitta þau. Kannski maður hefji bara niðurtalningu þar til þau koma aftur? 

Árshátíðin gekk frábærlega og ekki hægt að kvarta yfir henni. Höllin var fáránlega flott skreytt, við fengum m.a.s. að spreyja einn vegg í gylltu og svörtu: Gull og glamúr! Páll Óskar var hrikalega heitur og fyllti dansgólfið á 5 sekúndum með fyrsta lagi. Gólfið var svo fullt allan tímann. Villisín stóð sig svo eins og hetja að halda andlitinu meðan kæran hans fíflaðist í svona búningi uppi á sviði:

Það var svo bara harkan sex á sunnudeginum: var mætt í óvissuferð með staffinu á Friðriki V. kl. 13:15 – öööörlítið sein. Ferðinni var heitið að Goðafossi þar sem Stella var teyguð, þvínæst fórum við á vélsleða á Mývatni og á skauta. Köld og þyrst mættum við svo í kampavín áður en við hituðum okkur upp í jarðböðunum. Kvöldið endaði svo á ágætismat í Hótel Reynihlíð, afbragsðvínum og gríðarlega góðri gítarstemmingu. Ég væri að ljúga ef ég segðist ekki hafa gripið í píanóið á staðnum og spilað EINA lagið sem ég kann og hægt er að syngja með.

Annars er allt við það sama – svona nánast. Lífið er ósköp ljúft hérna á Akureyrinni minni, mætti hætta að snjóa. Orðin pínu þreytt á að skafa bílinn oft á dag og húrrast í sköflunum á litla Kermit. Hann hefur þó staðið sig með prýði enn einn veturinn, litla sílið. Fyrirhugaðar eru stórbreytingar, en það er bara leyndó ennþá 😉 Alltaf er þó nóg á dagskránni, mamma og pabbi ætla að koma norður um páskana (note to self: taka til í litla herberginu áður!!!) og stefnan sett á austurlandið um miðjan mánuðinn.

Pirringur dagsins: liðveitendur sem leggja ekki saman tímana sína og ekna kílómetra og ætlast til þess að ég geri það fyrir þá. Gera sér greinilega ekki grein fyrir því að það eru nokkrir tugir liðveitenda á launaskrá. Kannski ég greiði mér bara launin þeirra í skiptum fyrir samlagninguna? Stærðfræði hefur aldrei verið heitur hlutur hjá mér…

Pirringur vikunnar: að nýja platan með Gittu Haukdal sé plata vikunnar á Rás 2. Væmnari og ælukenndari lýsingar á lögum hef ég aldrei heyrt. Eins væmin og yndisleg og ég er nú þá fæ ég hroll og velgju þegar hún byrjar að kynna lögin sín. Þetta er gjörsamlega of mikið. Gubb.

Öppdeit: ,,nóttin getur verið svört, en við megum ekki gleyma því að það birtir á ný“. Heldur hún virkilega að við kaupum þetta kjaftæði í henni???

Auglýsingar

8 comments on “Spennufall…

 • Gubb og aftur gubb. Amen.

  Annars sakna ég þín. Og matsins sem þú berð alltaf fram fyrir mig.

  Ég sé þig vonandi á laugardaginn. Bleika vinkona. Wink wink.

  (Nú halda allir að ég sé að meina eitthvað dónalegt. Eins og eitthvað kvenlegt og bleikt. Og hvað er kvenlegt og bleikt. Jú auðvitað … hrmm.. Best að hætta núna.)

 • Nú er ég súper spennt fyrir leyndóinu, hvenær verður því uppljóstrað fyrir lesendur síðunnar mín kæra? 😉

  Annars góður búingur Fannsa mín, lúkkaðir líka vel í 24 stundum í dag. Orðin landsþekktur félagsráðgjafi!;) Árshátíðin hefur verið mega….

 • Takk fyrir síðast sæta mín. Næst er í byrjun maí en það verður líka svona stutt. Flyt svo tímabundið í sveitina 20. júní sýnist mér á öllu 🙂
  Ég er líka geðveikt forvitin…..held ég hringi bara í þig á eftir og reyni að draga þetta uppúr þér 🙂

 • þú ert snilli kemur manni alltaf í gott skap að lesa síðuna þína;) og takk fyrir síðast það var bara fjör 😉 en hefði verið alveg til í að sjá þig á árshátíðinni og í þessum búningi það hefur verið fjör á minni, hafðu það gott og hittumst vonandi fljótt aftur.
  Hjördís Björnsd

 • Bara allt að gerast! 🙂
  MaggZ: Bleik orka mun flæða!
  Valla: lok, lok og læs… 😉
  Harps: Jaaa… kannski eftir svona 2-3 vikur.
  Þóra: Mojito í maí!
  Valdís: nei þú ert töff! Sérstaklega í brúðarkjól!
  HjöBjö: sjaldséðir eru hvítir hrafnar! Takk sömuleiðis, hresst kvöld maður! Farðu svo að skunda í heimsókn!

 • Færðu inn athugasemd

  Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

  WordPress.com Logo

  You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

  Twitter picture

  You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

  Facebook photo

  You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

  Google+ photo

  You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

  Tengist við %s

  %d bloggurum líkar þetta: