Árshátíðaráhyggjur

Published 27 febrúar, 2008 by fanney

Akkúrat núna finnst mér frekað glatað að eiga gasalega fína íbúð. Ástæðan? Jú, ég verð geðveikt glötuð á árshátíðinni minni núna á laugardaginn. Hér í kringum mig er fólk (aðallega þó kvenfólk) á haus við að gera vel við sig, s.s. fara í klippingu, litun, strípur, nudd, plokkun og litun, fótsnyrtingu, handsnyrtingu, sauma á sig kjól, kaupa kjól og meððí, panta í förðun, panta í ljós, panta í sprey-tan, panta í greiðslu og svo mætti lengi telja. Þið sem sjáið ekki orsakasamhengi milli þess að ég keypti íbúð í sumar og þess að ég geti ekki pamperað við mig þurfa ekkert að benda mér á það. Ég hef ákveðið að loka augunum fyrir dyramottunni og kertastjökunum sem ég keypti í Rúmfatalagernum í vikunni. Og öllum DVD myndunum sem ég er búin að taka á Amtinu. Og öllu hinu. Það er miklu auðveldara að skella skuldinni á eitthvað eitt, sumsé = íbúðina.

En ég verð þá klárlega náttúrulegasta konan á svæðinu. Loðin, hvít og eins og hún kemur af skepnunni! 🙂

Auglýsingar

5 comments on “Árshátíðaráhyggjur

 • Fanney mín. Þú þarft ekki á svona hégóma að halda til að vera flottasta konan á svæðinu. Leyfðu bara hinum dömunum að punta sig. Þær verða samt aldrei jafn flottar og þú 😀

 • iss piss þú verður ógisslega flott! Þó ég ætti pening fyrir öllu þessu snyrtidóti þá myndi ég aldrei týma því! Skemmtu þér ógisslega vel sæta mín 🙂

 • Færðu inn athugasemd

  Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

  WordPress.com Logo

  You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

  Twitter picture

  You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

  Facebook photo

  You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

  Google+ photo

  You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

  Tengist við %s

  %d bloggurum líkar þetta: