Galtarviti, suð-suðvestan átján…

Published 11 febrúar, 2008 by fanney

Ég ætla ekki einu sinni að byrja á því að tjá mig um viðburði dagsins í pólitíkinni. Hló samt alveg svakalega mikið þegar Gamli góði talaði um að hafa lent í þessu. Minnir mig á forsíðu Séð og heyrt fyrir nokkrum árum sem var svo absúrd að ég man hana ennþá: Lenti í framhjáhaldi. Já eimitt. Bless.

Engin var Ólafsvíkurferðin á þessum bænum um helgina þar sem veðrið ákvað að sýna sínar verstu hliðar. Ó mig auma hvað ég átti bágt á föstudaginn. En helgin var góð, enda á ég skemmtilegasta kærasta í heimi held ég bara. Hann keypti sér nefnilega (af algjörlega fúsum og frjálsum vilja og ekki undir neinni pressu) nýja Party og co, og það þykir undirritaðri ekki leiðinlegt að spila. Annars var afslappelsi og kósýheit einkunnarorð helgarinnar. Veðrið bauð ekki uppá annað. Við Villi (ekki gamli góði, heldur þessi myndarlegi) gerðum heiðarlega tilraun til þess að labba á gangstéttum bæjarins. Ef þær voru yfirhöfuð lausar við snjóruðninga voru þær svo svimandi hálar að engin sjónvarpsdagskrá var nauðsynleg – við jöfnuðumst á við þátt af Little Britain á tímabili.

Framundan er góð vika. Hápunkturinn kannski sá að þrítugur morðingi sem er á lausu ætlar að koma til sinnar heittelskuðu á fimmtudaginn. Stefnan sett á gríðarlegan hlátur það kvöld, enda ætlum við Valdís með gripinn á Fló á skinni. Á föstudaginn verður svo brunað úr bænum í (annað) afslappelsi í Borgarfjarðarbústað með téðum morðingja og Lalla. Æstir aðdáendur morðingjans geta nálgast hárlokka og svitadropa hjá undirritaðri gegn óvægu gjaldi. Jájá. Á meðfylgjandi mynd má sjá Höskmann ásamt góðvini mínum úr menntamálaráðuneytinu.

Auglýsingar

4 comments on “Galtarviti, suð-suðvestan átján…

 • Harps: nei, beila á F&F þetta árið enda svo agalega vel sett með Friðrik V. hérna á Norðurlandinu 🙂 Þú ættir nú að gera þér ferð hingað og testa gripinn – VEL þess virði get ég sagt þér.

  Tónskáldið mitt, news to me! En skemmtilegt. Er þá hægt að segja að milli ykkar Gensins sé Höski?

 • Færðu inn athugasemd

  Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

  WordPress.com Logo

  You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

  Twitter picture

  You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

  Facebook photo

  You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

  Google+ photo

  You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

  Tengist við %s

  %d bloggurum líkar þetta: