Börnin og ástin

Published 7 febrúar, 2008 by fanney

Þetta er bara alltof sætt til þess að deila því ekki með ykkur. Mörg ykkar hafa eflaust fengið þetta sent í pósti en ég læt slag standa. Tissjúbox í boði félagsráðgjafans eftir lestur. 

„Þegar maður verður skotin í ástfanginn, þá er það rosalega sárt og maður getur meitt sig alveg fullt.“
-Magnús 7. ára.

„Ég veit ekki alveg hvers vegna það eru svona margir ástfangnir, en ég held það sé vegna þess að konur eru með ilmvatn og karlar rakspíra og það er þá líklega vegna þess að þau ilma svo vel. Þess vegna seljast ilmvötn svo mikið.
Mamma kaupir alltaf fullt þegar hún fer til útlanda og oftast fyrir pabba.“
-Siggi 8. ára.

„Ég hef heyrt að ástin og að verða ástfanginn sé það mikilvægasta í heiminum, en það er líka mikilvægt að ManchesterUnited gangi vel!“
-Friðrik 8. ára.
„Strax á eftir þegar ég er búinn í leikskólanum ætla ég að finna mér konu.“
-Tómas 5 ára.

„Mér finnst voða gaman að horfa á ástina, bara ekki á meðan Birta og Bárður eru. Ég vil frekar horfa á þau.“
-Helga 7. ára.

„Fyrst þegar kærustupar ferð út saman þá skrökva þau alveg fullt að hvort örðu, en samt fara þau út aftur…og verða kannski hjón?“
-Finnur 10. ára.
„Ég er með svolítið margar freknur, svo að konan mín
verður að hafa freknur líka.“
-Andri 6. ára.

„mamma sagði að ég ætti að velja mér mann sem væri
glaður og myndarlegur.“
-Katrín 8. ára.

„Æ, hættu að spyrja mig að þessu með ástina, ég fæ hausverk…
ég bara krakki og ég þarf enga ástina.“
-Ragnar 7 ára.
„Ég ætla sko ekkert að flýta mér að verða ástfanginn.
Það er alveg nógu erfitt að vera í skólanum.“
-Regína 10.ára.
„Mamma segir að karlmenn séu heilalausir. Hún er búin að
reyna að finna marga sem eru með heila en það gengur illa.“
-Agnes 10. ára.
„Maður og kona lofa að fara í gegnum allt saman, líka Hvalfjarðagöngin.“
-Ómar  7. ára.

„Ég ætla sko ekki að eignast börn! Eða jú kannski? En ekki að skipta um
bleyjur! Ég myndi bara hringja í mömmu og bjóða henni í kaffi til að fá hana
til að skipta um bleyjur.“
-Kristín 10. ára

„Ástin er mjög asnaleg…en ég held ég verði
samt að prófa hana?“
-Sigrún 9. ára.
„Ástin finnur mann sko alltaf… jafnvel þótt þú reynir
að fela þig. Ég hef reynt að fela mig oft, oft, en alltaf finna stelpurnar
mig og verða skotnar í mér.“
-Davíð 8. ára.

Auglýsingar

One comment on “Börnin og ástin

 • ómæ hvað þetta er krúttlegt – sérstaklega þetta hér

  „Maður og kona lofa að fara í gegnum allt saman, líka Hvalfjarðagöngin.”
  -Ómar 7. ára.

  Lenti annars hér eftir einhverjum skemmtilegum leiðum og ákvað að skilja eftir loppufar – alltaf gaman að sjá hvað svona hressar kvinsur eru að gera 🙂
  Hafðu það gott mín kæra 🙂

 • Færðu inn athugasemd

  Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

  WordPress.com Logo

  You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

  Twitter picture

  You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

  Facebook photo

  You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

  Google+ photo

  You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

  Tengist við %s

  %d bloggurum líkar þetta: