Öskudagurinn

Published 6 febrúar, 2008 by fanney

Á öskudaginn fara börn á öllum aldri í búning. Margir fara svo á milli fyrirtækja og syngja fyrir sælgæti. Sumir hóparnir eru búnir að semja nýja texta við þekkt lög, sumir búnir að semja lag líka. Hérna á búsetudeild er vart vinnandi fyrir söngflokkum af öllum stærðum og gerðum. Þrír tugir barna úr leikskóla komu og sungu lag um gúmmíbangsaregn, grasker og múmía sungu um Einbúann og þrír ungir menn umluðu eitthvað lag sem átti eflaust að vera Gamli Nói. Ég hló ansi mikið og vætti buxurnar þegar einn hópurinn söng lag um téðan Nóa:

Gamli Nói, Gamli Nói, er að syngj’í Idol, hann kann ekk’að syngja, lætur Bubba springa, Gamli Nói, Gamli Nói, er að syngj’í Idol!

Í tilefni dagsins ákvað ég að klæðast búningi, enda ansi hress gella, ha! Þar sem flest furðuföt eru heima í Ólafsvík (og ég er alltaf á síðustu stundu með svona hluti) ákvað ég að leysa þetta þannig að eftir vinnuna í gær á Friðriki V. fékk ég lánað dress. Og ekkert venjulegt dress. Ég er sjálfur Friðrik V. Þið getið ímyndað ykkur að ég hafi sungið fyrir ykkur. Ég kem svo og rukka ykkur um sælgætið.

Friðrik V.
Auglýsingar

3 comments on “Öskudagurinn

 • Færðu inn athugasemd

  Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

  WordPress.com Logo

  You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

  Twitter picture

  You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

  Facebook photo

  You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

  Google+ photo

  You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

  Tengist við %s

  %d bloggurum líkar þetta: