Verðbréfaspilið

Published 24 janúar, 2008 by fanney

Í gær átti Vallan mín afmæli, þessi elska. Af því tilefni fékk ég að passa börnin þeirra Adda, ekkert smá heppin 🙂 Rannveig Katrín lasin, en spræk á við 14 manns og Jóhannes Árni brosandi og skrækjandi á við mongólskan her. Spilamennska var áberandi, ég tapaði tvisvar í Umferðarspilinu en Villa gekk örlítið betur gegn sjúklingnum. Þegar svo foreldrarnir komu heim, þar sem bæði börnin voru glaðvakandi og hress, var tekið í alvöru spil.

Valla hafði fundið Verðbréfaspilið niðrí geymslu hjá sér og tekið það með sér upp. Var auðvitað ákveðið að testa gripinn, enda mörg ár síðan maður pældi í Papco, skóvöruversluninni Strikinu, Sveini Bakara, Bíóborginni og álíka fyrirtækjum. Eftir smá dýfu tókst mér að hasla mér völl sem athafnakona, var farin að braska með hlutabréfin eins og niðursaxaða sveppi og spændi kagganum mínum milli verðbréfahalla til að sinna viðskiptum. Villi aftur á móti fór á hausinn og varð banki, Addi reyndi aðeins að klóra í bakkann en Valla stóð sig með prýði. Þegar klukkan var orðin alltof margt var ákveðið að hætta og telja eignir – gera skattaskýrslu. Undirrituð rústaði spilinu, vægast sagt (glott glott).

Nú er því bara eitt á dagskrá í kvöld: elda og rústa Villa í Verðbréfaspilinu – aftur 😉

Ha? Hrokafull? Múhahahahahahahaha

Auglýsingar

12 comments on “Verðbréfaspilið

 • njaaa.. svipuð pæling og í Matador, en þarna er maður að safna hlutabréfum, fær greitt þegar fólk lendir á því fyrirtæki, kaupir kannski á genginu 1 og selur á genginu 3 og græðir þannig pening. Svo kaupir maður sér spariskírteini og sjóðsbréf og fær greiddan arð..
  Agalega skemmtilegt! 🙂

 • kláruðum spilið í dag sem við byrjuðum á í gær. Addi rústaði mér. Klárt mál.

  Annars heimtum við að fá að spila þetta við ykkur Villa aftur fljótlega – og hafa meiri tíma til stefnu því þetta er laaaangt spil!

 • Færðu inn athugasemd

  Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

  WordPress.com Logo

  You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

  Twitter picture

  You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

  Facebook photo

  You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

  Google+ photo

  You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

  Tengist við %s

  %d bloggurum líkar þetta: