Ungir heimspekingar

Published 14 janúar, 2008 by fanney

Þar sem undirrituð er í forsvari fyrir fjármál húsfélagsins þurfti hún að fara í annan banka en sinn eigin. Nefnilega Glitni. Það er máske ekki í frásögur færandi – eins og svo margt annað sem ég segi – en ég fékk borðdagatal frá þjónustufulltrúanum (sem var gift kona svo hún var ekki að reyna við mig held ég). Krúttlegra dagatal hef ég aldrei séð! Myndirnar aftan á hverjum mánuði eru af krúttukrökkum í allskonar sniðugheitum. Og vá! Flottar myndir! Það er hann Benni sem tekur myndirnar, surprise surprise. Svakalega flottar myndirnar hjá honum. Eníhú, við hliðiná myndunum eru svo komment frá krökkunum sem eru yndisleg. Hérna eru nokkur:

 • Ég á svo marga peninga að ég get ekki talið þá. Því ég er ekki með veskið mitt.
 • Gamalt fólk verður svona fjörutíu ára, og þá er maður kannski dáinn eða eitthvað.
 • Uppáhaldsveðrið mitt er sumar. Þá getur maður verið úti á nærbrókinni.
 • Ef maður ætlar að gifta sig, þá á maður að fara niður í bæ, finna konu, bjóða henni oft í heimsókn, og svo þegar maður er búinn að kynnast henni svolítið meira, spyr maður hana hvort hún vilji giftast sér.
 • Ég ætla að verða pabbi þegar ég er orðinn stór og giftast mömmu.
 • Í gamla daga var bara til gamalt fólk, tröll og risaeðlur. Það er rosa langt síðan.
 • Ég vil verða læknir og ég vil verða hjúkrunarkona, og ég vil vinna í Nettó. Það er svo margt sem mig langar til að verða. Og ég get ekki valið.
 • Ef ég ætti tvö nammi eftir í nammipokanum mínum og svo myndi ég spara þau fram á sunnudag… það er að spara.
 • Guð er góð.

Og þannig hefst ný vinnuvika hjá mér, ný vika – ný tækifæri? A.m.k. er ég byrjuð á 8 vikna námskeiði uppá Bjargi, nýtt tækifæri þar 🙂

Auglýsingar

3 comments on “Ungir heimspekingar

 • Já ég er líka með svona dagatal og þetta er rosalega krúttlegt! Ég hló upphátt nokkrum sinnum við að lesa þessi gullkorn.

  Eigðu annars góðan dag sæta mín
  Guðný

 • Færðu inn athugasemd

  Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

  WordPress.com Logo

  You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

  Google+ photo

  You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

  Twitter picture

  You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

  Facebook photo

  You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

  w

  Tengist við %s

  %d bloggurum líkar þetta: