Glötun og mötun

Published 7 janúar, 2008 by fanney

Er eitthvað að stjórnendum í Nýja-bíói??? Eitt það glataðasta sem ég hef upplifað síðustu vikur (og svei mér mánuði) er sú nýjung hjá Nýja-bíói að loka miðasölunni og selja miða í sjoppunni. Glatað alveg. Svo er ekki hægt að borga poppið og miðann saman, neinei. Borga fyrst miðann, svo poppið. Glatað. Er ég kannski búin að segja það?

Það sem er ekki glatað eru helgar. Æðislegt að eiga helgarfrí! Þessi helgi var frábær og innihélt m.a. bíóferð (sem var alls ekki glötuð, þrátt fyrir glataða miðasölusjoppuvesenið) þar sem I am legend var tekin út (með tilheyrandi hrolli og hrökkva-við-elsi), matarspilaboð þar sem ég lærði að spila Púkk (og var sögð vera meðhöndluð kaupakona), púslmaraþon, skíðaferð þar sem ég fraus á rassinum og notalegt vídjógláp. Sérdeilis góð helgi.

Leigðum okkur DVD í gærkvöldi, sem er ekki í frásögur færandi, en mig langar að benda ykkur á ágætis ræmu. Villi fann mynd sem heitir Hot Fuzz, bresk grín/löggumynd. Ég verð nú eiginlega að játa að ég hafði nú litlar væntingar til myndarinnar atarna en hún kom á óvart. Var afar skemmtileg og fyndin – og reyndar kjánaleg á köflum. Sumsé, fíííín mynd. Sáum líka The chronicles of Narnia sem var æðisleg.

Annað. Mig grípur gríðarleg þörf að deila með ykkur unaðsbrauðréttinum sem við Villi hönnuðum. Hroðalega góður (og mjöööög megrandi fyrir þá sem það vilja) réttur sem er alveg tilvalið að skella í þegar á að hugga sig við imbann. Vesgú!

Unaðsbrauðrétturinn ViFa (f. 3-4)

– Nokkrar brauðsneiðar í bitum (minnir að ég hafi notað tæplega hálft Heimilisbrauð, klippti hverja sneið í bita með skærum, afar hentugt)

– 1 piparostur, þessi kringlótti

– ca 2-3 dl. mjólk

– 1 rauðlaukur, saxaður

– nokkrir sveppir í bitum

– 1/2 rauð paprika í bitum

– 1/2 (eða rúmlega) bréf pepperoni, skorið í bita

– ananasbitar

– græn piparkorn

– grænn aspas

– rifinn ostur

Laukur, sveppir, paprika og pepperoni steikt á pönnu. Piparosturinn og mjólkin brædd saman í potti. Brauðið sett neðst, svo lauksveppapaprikupepperonisullið ofan á. Ananas, piparkornum og aspas raðað ofan á, megn fer eftir smekk. Þá er piparostamjólkinni hellt yfir allt saman og loks rifinn ostur settur ofan á. Bakað í ofni þar til osturinn er reddí (þ.e. bakaður, fer e. smekk). Megi ykkur verða jafn mikið að góðu og okkur varð í gærkvöldi. Unaðsgóð sunnudagssteik! 

Auglýsingar

3 comments on “Glötun og mötun

 • Mmm ég segi það sama.

  Hvað er málið að koma með svona dýrindisuppskrift á bloggið og ég er hérna ein og svöng klukkan hálftólf að kvöldi til að lesa það… það er illa farið með konuna.

 • Færðu inn athugasemd

  Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

  WordPress.com Logo

  You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

  Google+ photo

  You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

  Twitter picture

  You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

  Facebook photo

  You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

  w

  Tengist við %s

  %d bloggurum líkar þetta: