Friðrik V. – kalt mat

Published 20 desember, 2007 by fanney

Jæja, þá hef ég lokið við að renna niður síðasta bitanum af unaðslega matnum sem ég fékk að borða í gærkvöldi. Svei mér ef ég verð ekki södd fram að jólum! Það var svo æðisleg upplifun að borða þarna, fá kokkana fram í sal til að útskýra réttina og hvaðan hráefnið kom og fá yndislegt rauðvín sem smellpassaði með matnum. Allir réttirnir voru sjúklega góðir – og flottir – og erfitt að velja úr. Ég myndi þó segja að lambakórónan, jólaglöggssorbetinn og ris a la mand-ið hafi verið mitt uppáhald. Humarinn var reyndar svakalega góður – sem og þorskurinn og ítalska síldarsalatið algjörlega geggjað. Æji maður…  myndir segja meira en þúsund orð:

Í forrétt fengum við þrenns konar síld: sinnepssíld, rússneska síld og ítalska síld með ólífum og sólþurrkuðum tómötum. Allt saman voðalega gott. Tók ekki mynd af því…

 

1. réttur var Laufabrauðstaco með tvíreyktu hangikjöti, rauðkáli og grænum baunum. Ótrúlega sniðugur og góður réttur sem setti allt á milljón í munninum. Maukuðu grænu baunirnar og rauðkálið gerði gæfumuninn!
2. réttur var sjávarfang: bakaður þorskhnakki á kartöflumús, bláskel frá Hrísey og humarhali með krydduðu brauðraspi borið fram með hvítu smjöri og paprikusósu. Unaðslega gott! Humarinn og Þorskurinn báru sérstaklega af! Var óvart búin að njóta matarins þegar ég fattaði að ég ætlaði að taka mynd…
3. réttur var malt- og appelsínvillibráðasúpa með gæs og mysuostafroðu. Svakalega mikið og gott villibráðarbragð.
Sorbet úr jólaglöggi var milliréttur – sem ég kláraði óvart áður en ég náði mynd.
4. réttur var kálfakjöt og lambakóróna með sjúklega góðri sósu, kartöflutortillu, laukum og grænmeti. Algjörlega fullkomið, kjötið akkúrat eldað og svo lungamjúkt og safaríkt. Jömmí!
Pre-dessert var skyr creme caramel sem skaust ofan í mig áður en ég gat sagt: sííís! Reyndar sést smá af því á næstu mynd sem er af Villa afskaplega söddum en sælum:
5. rétturinn, og þar með eftirrétturinn, var þrennskonar. Jólaís, gerður úr ávaxtajólaköku – hrikalega gott. Ris a la mand sem ég gjörsamlega kolféll fyrir og svo djúpsteikt ris a la mand með kirsuberi inní. Svakalega sniðugir og góðir eftirréttir sem ég gat því miður ekki klárað sökum gríðarlegrar seddu.
Það voru sko saddir og þreyttir matgæðingar sem skoppuðu heim eftir frábæra kvöldstund. Pant fara þangað aftur og aftur og aftur! Jólagjöfin í ár: gjafabréf á Friðrik V. á Akureyri!!!
Auglýsingar

4 comments on “Friðrik V. – kalt mat

 • Er ég að misskilja eða ertu komin með myndarmann uppá arminn Fanney Dóra mín? ;O
  Ps. Ljósmyndirnar af matnum bræddu mig alveg….mjööög girnilegar og ekki voru lýsingar frökenarinnar verri!!!

  Gleðileg jóla annars…hafðu það mega gott tútta!

 • Djöfull eruði myndarleg… heee…

  Já og gátuði ekki fengið aðeins fleiri rétti eða??? Þarf maður að vinna þarna til að fá að smakka allan lúxusinn? 😉

 • mmm girnó! og þið svona sæt með nýju klippingarnar ykkar og alles 🙂 langar að smakka þetta lamb og ris a la mand-ið. Já og eiginlega bara allt – kem vonandi og borða þarna einhverntíman þegar þú ert að vinna (mátt skila því til adda, svona lúmskulega u know)

 • Mmmm ég væri til í að keyra til Akureyrar bara til að fá að smakka þetta kjöt! Vá hvað þetta leit vel út *slef*

  annars var ég að fatta það að ég sendi jólakortið þitt í Tjarnarlundinn þannig að þú færð það bara þegar þú kemur tilbaka. Ég var nefnilega svolítið sein að póstleggja það;)

  Jólakveðja
  Guðný

 • Færðu inn athugasemd

  Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

  WordPress.com Logo

  You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

  Twitter picture

  You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

  Facebook photo

  You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

  Google+ photo

  You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

  Tengist við %s

  %d bloggurum líkar þetta: