Komin heim

Published 13 desember, 2007 by fanney

Reykjavíkurferðin var ósköp ljúf. Rólegheit og skemmtilegheit. Spilamennska hjá Ellu frænku út í eitt, kósý búðaráp á föstudeginum (þar sem ég by the way náði að versla mér jólafötin!) og svo eldaði ég indverskan rétt um kvöldið. Heppin var ég að hafa með mér tvo aðstoðarkokka, Ellu og Villa, og kann ég þeim bestu þakkir fyrir aðstoðina. Á laugardagskvöldið fór ég í Fjallakofann til Eika og Lenu (VÁ!) og eldaði Tacosúpu sem var snilld. Svo var (surprise, surprise!) spilað fram á nótt. Afmælisboð hjá Þóru og piparkökumálun á sunnudeginum áður en ég komst í (langþráða) flugferð heim á leið. Þessar 45 mínútur sem flugferðin tók ætluðu aldrei enda að taka. En borgin er alltaf söm við sig, inniheldur marga bíla, margar búðir og yndislegt fólk sem ég hef svo gaman af að hitta.

Styttist allsvakalega í jólafrí. Mikið vildi ég að ég fengi laaaaangt jólafrí eins og kennarar. Glætan samt að ég myndi vilja kenna litlum krílum í marga mánuði. En fríið væri næs. Ég ætla að skunda á Snæfellsnesið góða á föstudaginn eftir viku og vera þar fram yfir áramótin. Það er svo langt síðan ég var heima síðast að tilhlökkunin er farin að gera vart við sig. Hlakka þó minna til að keyra alla þessa leið, svona eftir lúxusferðina sem flugið er. Dálítið skárra að hanga í 45 mínútur heldur en tæpar 300 mínútur!!

Annars er lífið ansi ljúft. Nóg að gera á öllum vígstöðum. Svakalega gaman í vinnunni á Friðriki V., vildi að ég gæti verið þar alla daga! Núna á laugardaginn er ég aftur að fara elda ofan í matargesti – sem mér þykir alls ekkert leiðinlegt! 😉 Á sunnudaginn verður svo jólahlaðborð hjá Kjötsúpuklúbbnum Kidda sem ég hlakka mikið til. Frétti að Addi ætli að vera með leik eftir matinn! Jei! Á miðvikudaginn í næstu viku gerist svo hlutur sem ég hef leeeeengi beðið eftir 🙂 Monica Geller syndromið alveg að fara með mig þar sem ég skoða alla möguleika og pæli og pæli… hólímólí gvakamólí! 😉

Skutla máske inn einhverjum myndum við tækifæri… maður getur nú alltaf á sig myndum bætt!

Auglýsingar

3 comments on “Komin heim

 • mikið verður nú gott og gaman að sjá þig skvísa mín! Heil eilífð síðan ég sá þig! Ég er orðin eins og hvalur – veit ekki hvernig þetta endar með þennan bumbubúa hérna! fjúff…

  Keyrðu varlega snúllan mín! Vertu velkomin á nesið ;o))

 • Ohh hvað ég hlakka til að sjá bumbuna! 🙂 Á líka eftir að sjá allar brúðargjafirnar beibíkeik!!! Við rennum okkur í þær eitthvert kvöldið, þú með jólabland og ég með RAUÐVÍN!! Múhahahaha!

 • Færðu inn athugasemd

  Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

  WordPress.com Logo

  You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

  Google+ photo

  You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

  Twitter picture

  You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

  Facebook photo

  You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

  w

  Tengist við %s

  %d bloggurum líkar þetta: