Nóvember á enda

Published 30 nóvember, 2007 by fanney

Fyrsti desember á morgun, ótrúlegt! Fyrir ári síðan var hjartslátturinn aðeins örari en hann er í dag. Fyrir tveimur árum var ég á toppi, enda próf- og stresstíð í algleymingi. Núna er öldin önnur. Nóvember hefur farið í yndislegt stúss í tilefni jólanna. Þrjár smákökusortir hafa litið dagsins ljós, laufabrauðsdagurinn var ógleymanlegur, konfektgerðin í gærkvöldi var hrikalega skemmtileg og mikið hlegið, aðventukransinn ber af öðrum skreytingum og jóladótið mitt er hægt og rólega að skríða uppúr kössunum.

Það stefnir í unaðslega helgi – enn aftur. Fór áðan á Glerártorg og rambaði milli búða, verslaði smávegis af jólagjöfum og jóladúk sem er kominn á borðstofuborðið 🙂 Í kvöld erum við Valdís svo að fara á Ökutíma hjá LA og hlakka ég mikið til að sjá verkið. Hef heyrt mjög góða dóma, bæði í fjölmiðlum og ,,á götunni“. Kannski maður kíki svo á Friðrik V. barinn í einn Mojito fyrir svefninn?

Á morgun er ég svo að vinna á Friðriki V. sem er ekki leiðinlegt 🙂 Prepp í eldhúsi og njóta jólaandans í búðinni, gefa fólki smakk af hinu og þessu og heyra frumlegar uppskriftir viðskiptavina. Ég fékk þó vilyrði fyrir því að fara fyrr, enda vil ég ekki missa af því þegar kveikt verður á jólatrénu okkar frá Randers í Danmörku. Svo langar mig til að skoða bækurnar í Bókval og fá mér heitt súkkulaði. Kannski maður eldi eitthvað sniðugt annað kvöld? Ég var að spöglera í því að gera jólaglögg og hafa smá hitting í Gýpukotinu góða… en ætli ég baki ekki bara í staðinn – og geri smá meira konfekt nammnamm! Ef spáin gengur eftir þá verður líka ansi notalegt að halda sig innandyra með smákökur, mjólk og mandarínur og spila.

Desembermánuður að hefjast. Mánuður heimsókna og notalegheita. Mánuður vináttu og afslappelsis. Á planinu er að taka ekki þátt í jólastressinu sem einkennir marga í þessum mánuði heldur anda innum nefið og útum munninn. Vonandi fæ ég ekki kvef…

Mynd dagsins er af okkur Ólöfu yndislegu og er tekin þegar við fórum saman á ráðstefnu til Malmö nú í haust.

FDS og Ólöf

Auglýsingar

2 comments on “Nóvember á enda

 • Færðu inn athugasemd

  Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

  WordPress.com Logo

  You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

  Twitter picture

  You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

  Facebook photo

  You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

  Google+ photo

  You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

  Tengist við %s

  %d bloggurum líkar þetta: