Jólaálfurinn Fanney Dóra

Published 28 nóvember, 2007 by fanney

Síðustu dagar hafa verið ansi jólalegir hérna megin. Á sunnudaginn fékk ég í heimsókn herskara fólks sem kom og skar út samtals 170 laufabrauð. Yndislegur dagur sem við áttum, hlustandi á jólalög og maulandi mandarínur, súkkulaði, piparkökur og jólabland. Mörg ansi skemmtileg mynstur litu dagsins ljós og má m.a. nefna kynfæri, kirkja, broskarl, bjór og brjóst. Pikkari dagsins var klárlega Villi en hvað skurðmeistara dagsins varðar er aðeins erfiðara um að dæma. Hjalti kemur sterkur inn með kynfærin og frumleika í skurði, Valla og Anna Rósa þreyttu þrekraun við að skera út dásemdar kirkju, Villi fór óhefðbundnar leiðir með hefðbundnum skurði og Reynir fór óhefðbundnar leiðir punktur. Þá var Mettus frænka ansi skæð með hnífinn og sama má segja um Dagnýju ofurskurðgröfu. MaggaStína gerði fínlegar og dúllídúllí mynstur, Valdís skar óaðfinnanlega og Arnar var meira í því að gera bókstafi. Það er því ansi erfitt um að dæma hver hreppir titilinn. En eitt er þó víst að þessi viðburður verður árlegur héðan í frá! Ég leyfi nokkrum myndum að fljóta með – hér neðar.

Eftir skrúbberískrúbb með elskulega pottasvampinu mínum og ræstikreminu (orðin háð þessu kombói) skellti ég í engiferkökur. Unaðsleg uppskrift frá móður minni, talin í grömmum. Þar sem ég á enga eldhúsvog var slumpað á en hingað til hefur það gengið prýðilega. Þegar kökurnar komu úr ofninum voru þær… jaa.. ekki eins og hjá mömmu. Eitthvað hefur slumpið klikkað hjá Jólaálfinum, en bragðgóðar eru þær! Þess má svo geta að ég fékk kökukefli að gjöf í síðustu viku svo nú getur Vallan mín átt sitt í friði 🙂 Gestir og gangandi þurfa því að hafa bæði augun hjá sér þegar gengið er um Gýpukot, enda keflið vel til þess fallið að slá því leiftursnöggt í fólk. Jájá.
Í dag fór ég svo og hitti annan Jólaálf, hana Dagnýju frænku. Saman fórum við í Blómaval að versla í aðventukransa og komumst að raun um að það er eiginlega ekki gert ráð fyrir því að maður vilji gera öðruvísi krans en þessa gamaldags. Skrautið er jú allt voða fasjonabúl og fínt, en festingarnar… ekki að gera sig. Við fundum þó hitt og þetta eftir klukkutímaspekúleríngar og skunduðum heim á leið í föndrið. Við lyktina (og bragðið) af engiferkökum sem runnu ljúflega niður með mjólk sátum við svo og kláruðum aðventukransana. Þegar þeir voru tilbúnir sáum við að þeir voru alveg eins uppbyggðir en afar afar ólíkir. Leyfi líka myndum af þeim að fljóta með 🙂

Dagný og Villi

Hér má sjá keppinauta dagsins

 

Herskarinn við skurðinn

Herskarinn minn einbeittur 🙂

Laufabrauðsbæklingurinn skoðaður

Anna Rósa og Reynir skoða mynstur en MaggaStína þarf ekki svoleiðis

Valla og FD kátar við steikingu

Valla ofursteikingarkona og Fanney Dóra ofurhlemmari

Stuð  steikingu!
Strákunum fannst ekkert leiðinlegt að hjálpa til

Hjaltmann einbeittur

Hjaltmann einbeittur – e.t.v. við typpaskurð?

Og svo aðventukransagerðin okkar Dagnýjar frænku:

Aðventukransinn

Þetta er minn 🙂 Bleikt og gyllt er þemað í ár.

Frænkukransarnir
Frænkukransarnir svo fínir og sætir! Dagný greinilega ekki eins glysgjörn og sumir… 😉

That´s all folks!

Auglýsingar

5 comments on “Jólaálfurinn Fanney Dóra

 • vá hvað þeir eru flottir!!
  verð klárlega að koma fljótlega til þín og láta þig hjálpa mér að búa til svona fínerí!!!
  Kannski eftir próf? já:) haaaaa

 • Ha? Bleikt þema? Hjá Fannseyh? Detta mér nú allar – sjaldséðir hvítir, og þar fram eftir götunum…

  Ég og mín kynfæri nutum okkar vel í heimsókninni, takk fyrir að orða þetta smekklega og mér í hag Fanney mín.

  Annars var þetta töööööööööff og þvílíkur lúxus að spandera í krans! Jasko segi ég nú bara.

 • Yndislega fagurt hjá þér…glysgjarnt og FanneyjarDórulegt með eindæmum!!! Jólin greinilega komin snemma til Akureyrar. Hér erum við aaaaalveg að detta í gírinn….skólinn bara aðeins að fara með mann. Þú kannast kannski við það ef þú bakkar aftur um ár;)

  Hvernig þekkir þú annars Reyni ??? (ég þekki hann reyndar sem Albert eeeenn…) Hann var með mér í grunnnskóla. Bið alveg kærlega að heilsa honum.

  Knús og kossar Fansa mín.

 • Færðu inn athugasemd

  Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

  WordPress.com Logo

  You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

  Twitter picture

  You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

  Facebook photo

  You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

  Google+ photo

  You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

  Tengist við %s

  %d bloggurum líkar þetta: