Piparkökur og aldraðir

Published 22 nóvember, 2007 by fanney

Jasko! Haldiði ekki að hún hafi bara skellt í piparkökudeig og sé byrjuð í jólabakstrinum!? Jújú, þetta getur hún. Ilmurinn úr eldhúsinu (og reyndar allri íbúðinni) er svo lokkandi. Ekki er heldur ónýtt að maula velsterkar piparkökur með kaldri mjólk þegar vinnudegi lýkur. Ónei.

Svakalega er mig annars farið að hlakka til að verða eldri og reyndari kona með broshrukkur og uppsett hvítt hár. Eftir þetta hálfa ár mitt í starfi í kringum aldraða verð ég alltaf æ meira ákveðin í því að ætla að þiggja alla þá þjónustu sem ég þarf. Ég ætla líka að vera dugleg að sækja félagsstarf aldraðra og ekki vera feimin að fara þangað í fyrsta sinn.

Alltof oft hitti ég fólk sem finnst það vera að ,,troða sér upp á aðra“ og ,,lifa á sveitarfélaginu“ þegar það þarf virkilega á félagslegri þjónustu að halda. Auðvitað hefur þetta mikið með stolt okkar að gera, en rótina tel ég að megi helst finna í viðhorfum okkar til aldraðra og þjónustu til þeirra. Mörgum, ef ekki flestum, finnst það sjálfsagt að gamlir ættingjar eða vinir fái félagslega heimaþjónustu (það er hreingerningu) þegar þeir verða aldraðir – 67 ára jafnvel. Við gerum okkur ekki grein fyrir því að oft er engin þörf til staðar heldur flokkum við heimaþjónustu sem lúxus. Ég væri vel til í að hafa heimaþjónustu – segi það ekki! En þegar færni okkar fer að skerðast og við missum æ meira getur maður svo sem skilið að fólk vilji ekki heimaþjónustu – á meðan það getur sinnt henni. Það ætti þó ekki að vera nein skömm í því að geta ekki sinnt þessum störfum lengur þegar líkaminn fer að bila pínulítið, er það nokkuð?

Svo er önnur saga með félagsstarfið. Maður myndi ætla að flestir aldraðir vilji ólmir kíkja í félagsstarf, hitta annað fólk og gera skemmtilega hluti (þ.á.m. jólagjafirnar til afleggjaranna). Málið er hinsvegar að fyrir ekki svo löngu var sá hópur sem sótti þessa þjónustu ,,gamalt fólk“, þ.e. fólk sem var orðið verulega lasið og veikburða. Það var því ákveðin stimpill að fara í félagsstarf fyrir aldraða. Í dag er raunin aldeilis önnur! Þarna er samankomin svo breiður hópur fólks að hver og einn ætti að geta fundið félaga þar á meðal. Við þurfum að halda áfram að tala vel og á opinskáan hátt um þjónustu til aldraðra eins og hún sé sjálfsögð réttindi þeirra sem þurfa – og vilja –  eftir áratuga starf á vinnumarkaði eða heimafyrir. Skrefið ,,að verða gamall“ getur oft verið afskaplega stórt og erfitt – en er svo sjálfsagt, ekki satt?

Eftir heimsóknir síðustu daga í Víðilund og þar sem félagsstarf aldraðra fer fram er mig farið að hlakka svo mikið til að fara þangað (já, ég ætla að verða gömul hérna á Akureyri) og föndra þegar ég er orðin (aðeins) eldri. Það er svo mikið fjör hjá fólkinu, æðislegt allt þetta dót sem verður til og agalega notalegt að setjast niður með kaffibolla og smáköku og spjalla. Þeir sem mæta þangað uppeftir taka svo vel á móti nýjum aðilum að maður bráðnar alveg inní sér. Kannski vita þau líka alveg upp á hár hversu stórt og erfitt skrefið var fyrir þau sjálf að byrja.

Auglýsingar

One comment on “Piparkökur og aldraðir

 • Ég er svo fegin að þekkja þig. Nú get ég alltaf treyst á þig til að koma með í félagsstarfið þegar við erum komnar á góða aldurinn. Skiptumst á að baka eitthvað heima og komum með til að gefa öllum með. Svo getum við haft svona böll og pöbbarölt – nema bara innan salarins svo að við brjótum ekki á okkur mjaðmirnar á hálkunni.

 • Færðu inn athugasemd

  Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

  WordPress.com Logo

  You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

  Google+ photo

  You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

  Twitter picture

  You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

  Facebook photo

  You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

  w

  Tengist við %s

  %d bloggurum líkar þetta: