Styttist í smákökumaul

Published 19 nóvember, 2007 by fanney

KALORÍUREGLUR FYRIR JÓLIN

Maturinn sem þú borðar þegar enginn sér til hefur engar kaloríur

  Þegar þú borðar með öðrum eru einungis kaloríur í matnum sem þú borðar umfram þau.

Matur sem er neytt af læknisfræðilegum ástæðum (t.d. jólaglögg, heitt súkkulaði, rauðvín o.s.frv.) inniheldur aldrei kaloríur.

 

Því meira sem þú fitar þá sem þú umgengst daglega því grennri sýnist þú

 

Matur (t.d. poppkorn, kartöfluflögur,hnetur, gos, súkkulaði og brjóstsykur) sem er borðaður í kvikmyndahúsi eða þegar horft er á myndband er  kaloríulaus vegna þess að hann er hluti af skemmtuninni.

 

Kökusneiðar og smákökur innihalda ekki kaloríur þar sem þær molna úr þegar bitið er í þær.

 

Allt sem er sleikt af sleikjum, sleifum, og innan úr skálum eða sem ratar upp í þig á meðan þú eldar matinn inniheldur ekki kaloríur vegna þess að þetta er liður í matseldinni.

 

Matur sem hefur samskonar lit hefur sama kaloríufjölda (t.d. tómatar = jarðaberjasulta,  næpur = hvítt súkkulaði)

 

Matur sem er frosinn inniheldur ekki kaloríur því kaloríur eru hitaeiningar

— O —

 

Annars hef ég sjálf það ágætt. Fullt fullt fullt búið að gerast síðan síðast og alltof mikið mál að telja allt upp. Nýdanskrar tónleikarnir sem Óskar bauð mér á voru hreinn unaður frá upphafi til enda – og ennþá má finna áhrif tónleikanna seytla um kroppinn. Fyrirlesturinn með Sigusteini og Clare var mjög vel heppnaður, 70-80 manns mættu sem var frábært! Fór á yndislega Mugison tónleika þar sem rafmagnið fór af en þá tóku þeir Muggi og Pétur Ben bara órafmagnaða stemningu á meðan var verið að græja nútímaþægindin. Baksturinn er hafinn á mínum bæ aftur, engin baksturslægð svona nálægt jólunum! Í gær var svo sunnudagskaffi í Gýpukotinu þar sem safnaðist saman yndislegt fólk og skemmtilegasta vinkonan mín hún Sunna Mekkín. Hrikalega næs.

Nú svo styttist í heimför – áætluð brottför er síðla dags þann 21. desember n.k. Mun heiðra Ólafsvíkinga og nærsveitamenn með nærveru minni fram yfir áramótin. Hægt verður að ná á mér í Versluninni Hrund við Ólafsbraut eða með vömbina uppí loftið heima hjá mömmu og pabba. 32 dagar þangað til – and counting!

 

Er einhver til í laufabrauðsgerð með mér?

Auglýsingar

4 comments on “Styttist í smákökumaul

 • JÁ!!! Ég er sko til í laufabrauðsgerð. Ég missi alltaf af þessu heima í Rvk :O ég segi að við gerum eins og 1000 kökur, svo það sé eitthvað fútt í þessu. Og að sjálfsögðu er keppni um fyndnasta útskurðinn.

  Jasko.

 • ohh ég verð að læra að gera sörur, ég eeeeeeelska sörur!!

  Annars hlakka ég endalaust mikið til þegar að laufabrauðsgerðin verður!!
  já seisei!!

  ég hlakka svo til, ég hlakka alltaf svoooo tiiiiiiiiiiiiiiiiiiiil.

 • Já ég ætla að gera sörur. Mmmm sörur.
  Við gætum líka haft svona smákökusunnudagskaffi einhverja aðventuna! Hver bakar heima hjá sér eina tegund og kemur svo með að smakka.

  Vá hvað það er góð hugmynd. Vá.

 • Færðu inn athugasemd

  Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

  WordPress.com Logo

  You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

  Twitter picture

  You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

  Facebook photo

  You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

  Google+ photo

  You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

  Tengist við %s

  %d bloggurum líkar þetta: