Hur mor du?

Published 16 október, 2007 by fanney

Alltaf kemur það mér jafn mikið á óvart þegar vetrar. Auðvitað á ég von á vetrinum um þessar mundir, en það er eins og maður haldi í síðustu grænu laufin, síðustu flugurnar… örlítið lengur, bara pínu. Ekki það, ég er afskaplega sátt við veturinn per se. Get varla beðið eftir því að snjónum kyngi niður svo ég geti farið að spóka mig í fjallinu. Ég verð þó að leggja sumarjökkunum og skónum bráðlega, það er farið að bíta ansi hressilega í hér á Akureyrinni.

Ég fór á mína fyrstu leikæfingu með Freyvangsleikhúsinu í gær. Svolítið frábrugðið Leikfélagi MA, en skemmtilega spennandi. Næsta æfing á morgun enda er stefnan sett á að sýna kabarett fyrstu helgina í nóvember, þ.e. 2. og 3. nóvember. Takið helgina frá og verið fyrst til að panta sæti á fremsta bekk. Blóm og gjafir þáðar með þökkum að sýningu lokinni 😉

Um helgina var sýningin Matur-Inn haldin hérna á Akureyri og sóttu hana um 10.000 gestir! Frábær sýning þar sem fyrirtæki héðan af svæðinu kynntu vörur sínar og þjónustu. Húsnæðið var reyndar alltof lítið fyrir svona glæsilega sýningu en engu að síður var þetta frábært. Fékk svo óvænt boð um að vera matargestur á Hótel KEA borðinu, en KEA var að kynna sig með því að elda þriggja réttaða gúrmei máltíð með tilheyrandi vínum. Svenni var auðvitað að þjóna og sjá um þetta og bauð kéllu. Geggjaður matur og unaðsleg vín! Ekkert smá sátt við að fá svona fínan mat á miðjum sunnudegi 😉

Jæja, fer þetta ekki að verða komið fínt? Ahhh… kannski að segja hérna sjóðheitar fréttir! Við Metta vorum að fá tvo sambýlinga, nóg er nú plássið! Þeir eru reyndar afskaplega fámálir og feimnir enn sem komið er og fara ekkert út fyrir sitt svæði sem er stór glerkúla. Jújú, við eigum tvo gullfallega slör gullfiska sem vantar nöfn – uppástungur?

Já og svo er ég búin að kynnast stórkostlegum strák 🙂

Auglýsingar

8 comments on “Hur mor du?

 • Hahahaha.. Valdís og Valdís? Eða Val og Dís? Eða Valur og Dís? Eða Valdís og Sídlav?

  Ég kom með þá uppástungu að þeir gætu heitið Villi og Dagur – svona í ljósi liðinna atburða. Verður samt ekki amk annar að vera kvenkyns? Hvernig tékkar maður annars á því hvort fiskurinn sé kvenkyns eður ei? :-/ hmmm….

 • Færðu inn athugasemd

  Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

  WordPress.com Logo

  You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

  Google+ photo

  You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

  Twitter picture

  You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

  Facebook photo

  You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

  w

  Tengist við %s

  %d bloggurum líkar þetta: