Gúlluhelgi afstaðin

Published 30 september, 2007 by fanney

Vá hvað ég á bestustustu vinkonur í heimi! Helgin okkar var svo mikill unaður, mikið kjaftað og hlegið. Stelpurnar komu færandi hendi, gáfu mér ótrúlega flotta karöflu og glös í stíl, bleik rúmföt frá Ítalíu og PARMESANOST frá Ítalíu! Snillingatúttur. Eftir að hafa græjað okkur fínar fórum við á Strikið þar sem við fengum æðislegan mat. Höfðum pínu hátt en sem betur fer var okkur nú ekki hent út 🙂 Fórum þvínæst á Karólínu og sátum þar fram eftir kvöldi í góðu yfirlæti. Svakalega hló ég mikið, svakalega finnst mér gúllurnar mínar skemmtilegar.

Laugardagurinn átti nú að vera voðalega skipulagður sæt-síing dagur, en fór meira svona í kósýheit, sjoppíngsprí og kaffihús. Home-made actionary og Rapidough um kvöldið og endað á yndislegu kúrukvöldi fyrir framan vídjóið. Þvílíkt næs. Enda vorum við vaknaðar fyrir allar aldir í morgun og fórum í Bakaríið við brúna og snæddum morgunmat. Að sjálfsögðu brunaði ég með þær í Jólahúsið þar sem við kíktum m.a. í Óskabrunn ófæddra barna. Eyjafjarðarhringurinn var brunaður og saman göptum við yfir ótrúlegu litunum á gróðrinum. Brynjuís fór ágætlega í gúllurnar þó svo að einhverjar skoðanir þeirra séu e.t.v. ekki mér að skapi. Heim í Gýpukot brunuðum við og héldum veglegt myndasjóv með tæplega 200 myndum sem við tókum. Geri aðrir betur. Það var því ansi fúlt að rúlla með þær út á völl um miðjan dag… Ég á sko eftir að sakna þeirra svoooooo mikið! Ég leyfi ykkur að njóta nokkurra skemmtilegra mynda af okkur Gúllunum. Aðrar myndir eru sko læstar inni, enda alls ekki prenthæfar! 😉

El�n og Fanney

Erla og Guðný

 

Gúllurnar

 

Óskabrunnurinn

Auglýsingar

3 comments on “Gúlluhelgi afstaðin

 • ótrúlega sætar myndir…enda sætar stelpur. gott að sjá gömul andlit, þó ég sjái rakel maríu vissulega á hverjum degi;)

  þið hafið greinilega verið í góðu stuði. lítur rosa vel út fanney dóra, hárið á þér geggj.

 • Færðu inn athugasemd

  Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

  WordPress.com Logo

  You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

  Google+ photo

  You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

  Twitter picture

  You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

  Facebook photo

  You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

  w

  Tengist við %s

  %d bloggurum líkar þetta: