Ammlisstelpan

Published 27 september, 2007 by fanney

Ótrúlegt að heilt ár sé liðið síðan ég og Maggi Már fögnuðum saman afmælum okkar á Classic Rock! Ótrúlegt! Síðan þá hefur aldeilis margt gerst. Ég ákvað að fara til Danmerkur í skiptinám, hætti við og ákvað þess í stað að fara til Akureyrar. Flutti (enn einu sinni) norður og bjó á stúdentagörðum í fyrsta skipti. Kynntist fullt af frábæru fólki hér nyrðra. Kláraði starfsnámið mitt á sjúkrahúsinu, kláraði BA-verkefnið með Dagnýjunni minni, kláraði skólann og útskrifaðist með frábæra lokaeinkunn! Fékk æðislega vinnu á Akureyri og ákvað að flytja alveg norður í land, fjarri ættingjum og flestum vinum. Kláraði að borga af Kermit mínum sem ég á núna skuldlausan og fínan. Verslaði mér höll sem ég málaði og græjaði og gaf nafnið Gýpukot hið ytra. Fékk fullt af skemmtilegum gestum til mín og ferðaðist gríðarlega oft milli Reykjavíkur og Akureyrar. Kynntist enn fleirum frábærum kandídötum í túttufélagið mitt. Stofnaði fullt af klúbbum, s.s. spilaklúbb, samkvæmisklúbb, matarklúbb og vídjóklúbb.

Og hér er ég nú. Árinu eldri og hokin af reynslu. Afmælisdagurinn í gær var sá frábærasti hingað til! Með tilkomu mæspeis og feisbúkk ,,muna“ allir eftir deginum og senda allskyns skilaboð, rafrænar kökur og gjafir og tilheyrandi. Þóra mín hringdi eldsnemma um morguninn og söng fyrir mig afmælissönginn morgunrámri röddu. Svavar Knútur sendi mér raddupptöku á msn þar sem hann söng afmælissönginn. Eygló og Harpa, dætur Lenu, hringdu í mig og sungu svo yndislega afmælissönginn – já bæði erindin! Fór í frábæran afmælislöns í Bakaríið við brúna með Valdísi minni. Fékk æðislegar gjafir. Var boðið í stórgott ammlisbíó og átti fullkomið kvöld. Váts hvað ég er heppin 🙂 Takk þið öll fyrir að vera svona frábær. Og núna má fiðluspilið koma inn.

Annars var ég að koma úr leikhúsi. Við Valdís vorum svo hrikalega sniðugar að versla okkur árskort (ég gat keypt á fáránlega flottu verði áður en ég varð svona gömul) á sýningar Leikfélags Akureyrar. Í kvöld var svo fyrsta sýningin hjá okkur, Óvitarnir. Ég hafði gríðarlegar væntingar þegar ég gekk inní þetta stórkostlega hús. Þegar ég gekk svo út tveimur tímum síðar var ég eins og krakki að koma frá gjafmildum jólasveini. Sýningin var stórskemmtileg og sniðug. Frábær leikmynd og tæknibrellur, snilldarleikur hjá krökkunum og Gói og Halli sýndu æðislega takta sem tveir pottormar. Það er ekki einu sinni hægt að lýsa því með orðum hvað Þráinn Karlsson var flottur sem ungabarn! Mæli sko klárlega með því að allir skelli sér (norður) í leikhús til að sjá hvernig Á að gera þetta.

Mun eflaust ekkert sinna fréttaþyrstum lesendum mínum alla helgina. Elsku elsku elsku Gúllurnar mínar eru að koma í heimsókn til mín – í sko langþráða heimsókn! Elín Thelma, Erla Björg, Rakel María og Guðný Marta lenda allar kl. hálf-fimm á morgun og ætlum við að njóta okkar saman ALLA helgina. Ýmislegt er komið á dagskrána, s.s. út að borða á veitingastað í miðbænum sem staðsettur er á 5. hæð, verslunarferð í mollið á Akureyri, grill og kokteilakvöld í Gýpukotinu og heimsókn í Jólahúsið. Máske fá þær svo að kynnast eitthvað af því frábæra liði sem ég hef sankað að mér hérna fyrir norðan. Eníhú… Ef þið heyrið af 5 villtum meyjum í afar hressu glensi á Akureyri, don´t worry, það erum bara við! 🙂

Knús frá mér! 🙂

TAKK ELSKURNAR!

Auglýsingar

4 comments on “Ammlisstelpan

 • Ohhh þú ert svo mikið yndi, það var svo æðislegt að fá þig í heimsókn síðustu helgi, þurfum klárlega að gera þetta oftar, enda ekki það langt á milli okkar 🙂 skilaðu kveðju til stelpnanna á morgun 🙂 Knús og kossar

 • Færðu inn athugasemd

  Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

  WordPress.com Logo

  You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

  Twitter picture

  You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

  Facebook photo

  You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

  Google+ photo

  You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

  Tengist við %s

  %d bloggurum líkar þetta: