Hvaða kaffi er ég?

Published 5 september, 2007 by fanney

Kíkti í unaðslegan löns með The Tonics, samkvæmisklúbbnum sem ég tilheyri. Að þessu sinni var farið á Pengs þar sem er stórglæsilegt hlaðborð í hádeginu alla daga. Það sem maður getur borðað af djúpsteiktum rækjum og núðlum! Sit svo hérna í vinnunni með stórgóðan kaffi frá Te og kaffi. Það er því vel við hæfi að taka kaffipróf sem ég sá hjá Magga, en hann sá það hjá Agga. Keðjuverkun.

Samkvæmt kaffiprófinu er ég
Frappuccino!
ískalt kaffi með mjólk og ísmolum, borið fram í háu glasi með röri.
Hvernig kaffi ert þú eiginlega?

Frappuccino!

Þú ert jákvæður og nýjungagjarn einstaklingur sem hikar ekki við að gera óvenjulega hluti og klæðast litskrúðugum fötum. Þú ert týpan sem hleypur á eftir strætó langar leiðir með hrópum og köllum ætli hann að fara án þín.

Þú ert ískalt kaffi með mjólk, sykri og ísmolum, borið fram í háu glasi með röri.

Já, núna get ég haldið áfram að vinna.

Auglýsingar

3 comments on “Hvaða kaffi er ég?

 • Ahahahah þetta er algjörlega þú! 🙂 Ég er einmitt Bankakaffi, a.k.a. Stofnanakaffi. Dagný er Latte. Algjörlega lýsir okkur. Hver þarf miðla og sálfræðinga þegar maður hefur eitthvað eins og kaffipróf til að lýsa manns innri manni?

 • Te!

  Þú ert greinilega að taka vitlaust próf, þú átt engan veginn heima hér í kaffiprófinu. Verandi te ertu þó traustur einstaklingur sem bregst ekki vinum þótt lífið liggi við.

  Þú ert svart te í vel heitu vatni.

 • Færðu inn athugasemd

  Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

  WordPress.com Logo

  You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

  Twitter picture

  You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

  Facebook photo

  You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

  Google+ photo

  You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

  Tengist við %s

  %d bloggurum líkar þetta: