Bryllup

Published 1 september, 2007 by fanney

Þá er ég stödd í sælunni heima í Ólafsvík. Komin í kjólinn og hárið reddí. Gríman og neglurnar eru eftir. Í dag er ég að fara í brúðkaup hjá Kristínu Björgu frænku og Smára. Loksins kom að því að þau giftu sig, eftir 13 ára bið (okkar ættingjanna þ.e.). Við vinkonurnar og frænkurnar tókum okkur til og gæsuðum gelluna um daginn þar sem m.a. var farið í magadans, Kristín sett í súkkulaðinudd á meðan við hinar sötruðum Breezer í Nordica Spa og blikkuðum fola, snætt á Tapasbarnum og endað á brjáluðu tjútti sem stóð langt fram á morgunn!

Ég er að vinna í því að setja inn myndir, bæði frá Fiskideginum, gæsun, fyrsta Alberto-matarboðinu og svo síðasta Berta sem var s.l. fimmtudag. Akkúrat núna ætla ég þó að fara setja grímuna upp og naglalakka mig… Ef þið heyrið af slagsmálum í brúðkaupi á Snæfellsnesi, hafið ei áhyggjur, það var bara ég að slást við aðrar piparjónkur um vöndinn 😉

Auglýsingar

3 comments on “Bryllup

 • Ég sakna þín, Fanney. Ferðu ekki að koma heim? Það er að byrja annað læri session á morgun. Ég hlakka svo til að þú komir og heimsækir mig í skólann í kaffi.

 • Færðu inn athugasemd

  Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

  WordPress.com Logo

  You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

  Twitter picture

  You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

  Facebook photo

  You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

  Google+ photo

  You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

  Tengist við %s

  %d bloggurum líkar þetta: