Akureyrarvaka með meiru

Published 27 ágúst, 2007 by fanney

Vog: Það er spenna í gangi. Þegar viss aðili gengur inn í herbergið logar þú allur! Með því að hugsa um sjálfan þig, færðu umheiminn til að gera slíkt hið sama.

Kæra stjörnuspá, ég væri algjörlega í ruglinu ef ég gæti ekki notið leiðsagnar þinnar hvern dag. Aðstoð þín hefur komið mér í gegnum hátt í 10.000 daga (meðvitað og ómeðvitað) og kann ég þér bestu þakkir fyrir það. Ég vil þó ekki sýna virðingarleysi eða frekju en get ekki setið aftur af mér með eina spurningu. Gætirðu verið ögn nákvæmari þegar þú talar um eins spennandi mál og um það að ég logi þegar einhver ákveðinn gengur inn? Það myndi gagnast mér afar vel. Annars vil ég ítreka þakklæti mitt, þín þjónusta léttir mína lund!

—————-

Helgin mín var frábær, fullkomin og meiriháttar. Mamma, pabbi og lilsys mættu í heimsókn með fullan sendiferðabíl af dóti sem ég á. Þar á meðal var fagra, fagra borðstofuborðið sem ég verslaði af Tónskáldinu. Á laugardaginn var svo Akureyrarvaka, n.k. menningarnótt okkar Akureyringa. Meðal þess sem var á dagskrá voru allskyns sýningar, tónleikar, gjörningar, samkomur og skemmtun. Á Hömrum var svo Magga mín potturinn og pannan í nytjamarkaði þar sem allur ágóði rennur til skólauppbyggingar í Mósambík. Magga mín, sem ég kynntist þegar ég bjó á Tenerife, átti einu sinni heima í Mósambík og var að kenna fólki þar að verða kennarar. Systir hennar býr svo þarna úti svo það verður gaman að fá fréttir af uppbyggingunni á næstu mánuðum. Ég gerði reyfarakaup á markaðnum, verslaði mér sófa, hillu, kommóðu, vöfflujárn, eldhússtóla og smádót. Ætlaði svo að versla mér unaðsfallega bleikt hliðarborð en einn fullvaxta karlmaður var svo æstur að fjárfesta í því að ég gat ekki annað en látið undan. Greyið átti ekki bleikt sófasett eins og ég og því algjört möst að lífga uppá stofuna með bleiku borði.

Á laugardagskvöldið fór ég ásamt Valdísi á útgáfutónleikana hans VilHelms í Deyglunni. Tónleikarnir voru fullkomnir! Ég var búin að hlusta á diskinn alla vikuna og þekkti því lögin en vá hvað hann er flottur tónlistarmaður. Gæsahúð og kökkur í hálsi skiptust á að ná yfirráðum á mér, en ég komst heil í gegnum þetta. Það er alltaf svo æðislegt að heyra hvernig lögin urðu til og heyra höfundinn lýsa því um hvað lagið fjallar. Þegar Villi hafði klárað að flytja öll lögin var hann að sjálfsögðu klappaður upp af troðfullri Deyglu. Þegar hann svo kom upp aftur sagði hann sögu af Kató gamla sem bjó í Róm til forna. Hann var svolítið svona rebel-tappi og endaði allar sínar ræður á að segja: svo legg ég til að Karþagó verði lögð niður. Svo var það eitt sinn að reisa átti honum stytt en hann vildi það ekki. Hann var því spurður hvers vegna og svaraði þá: ég vil ekki að fólk spyrji af hverju stytta hafi verið reist af mér, ég vil að það spyrji af hverju var ekki reist stytta af mér! Villi sagði því að eftir þessa tónleika vildi hann ekki að fólk segði: af hverju spilaði hann meira! ætlar hann ekki að hætta? heldur: af hverju spilaði hann ekki meira?

Lokaatriði Akureyrarvöku var afar spes. Ég náði ekki helmingnum af því (þ.e. listrænir vitsmunir mínir gátu ekki skilið hvað var á seyði) en margt fyndið mátti sjá. T.d. var frekar nett þegar heilt hjólhýsi kom fljúgandi niður skátagilið, lenti ofan á húsi og út stökk Anna Richards og byrjaði að dusta sængur og kodda svo fiður flaug um allt. Flugeldasýningin var svo aftur á móti ótrúleg! Hef aldrei séð svona flugeldasýningu, hún fór fram á þremur stöðum umhverfis Ráðhústorg! Æðislegt æðislegt æðislegt!

Eftir að foreldrarnir og lilsys höfðu kvatt fögru eyrina kíkti ég með MögguStínu og familí í Ketilhúsið að skoða samsýningu 22 listamanna til heiðurs Jónasar Hallgrímssonar. Mjög skemmtileg (og öðruvísi!) sýning. Allt í einu var svo búið að ákveða að við myndum grilla nokkur saman um kvöldið og bauð ég fallega og stóra borðstofuborðið mitt fram sem jötu. Það voru 9 svangir munnar sem þar mettust og áttu saman skemmtilega stund fram undir nóttu í gær. Highlight kvöldsins var klárlega þegar við sendum öll sama sms-ið á vinkonu okkar sem átti eldheitt stefnumót akkúrat á sama tíma. Já, við erum svo hress!

—————-

Framundan er svo brjáluð vinnuvika – styttist í mánaðarmótin. Áður fyrr fannst mér gaman að mánaðarmótum. Núna finnst mér þau ekkert spennandi! Útborgunardagur er 15. dagur mánaðar hjá mér og um mánaðarmót er gífurlega mikið að gera hjá mér í vinnunni. Sem betur fer er ég í skemmtilegri og fjölbreyttri vinnu svo ég lifi þetta af 😉 Gulrótin er líka ekki af verri endanum: brúðkaup á laugardaginn! Jei!

Auglýsingar

3 comments on “Akureyrarvaka með meiru

 • já akureyrarvakan var sko ljómandi góð, falleg, frábær, skemmtileg, og skemmtilegt fólk! maður minn!!
  Sunnudagskvöldið var svo punkturinn yfir i-ið á alveg hreint fullkominni helgi!

  Þú ert nú algjör rjómasykurpúði

 • Færðu inn athugasemd

  Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

  WordPress.com Logo

  You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

  Twitter picture

  You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

  Facebook photo

  You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

  Google+ photo

  You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

  Tengist við %s

  %d bloggurum líkar þetta: