Öppdeit…

Published 23 ágúst, 2007 by fanney

Dagarnir silast áfram, meira svona æða áfram. Góða veðrið er aftur komið hingað norður og það líkar mér! Sat alveg heillengi á svölunum hjá Völlu í gær, kjaftaði og sinnti tanorexíunni minni sem hefur legið í dágóðum dvala. Fyrr um daginn hafði ég pikkað Adda upp á leið minni heim úr vinnu og í staðinn var mér boðið í nýbakaðar vöfflur og mjólk. Verst að bíllinn þeirra er komin af verkstæði svo Addi þarf ekki meiri pikköpp-sörvis hjá mér…

Ég er svo hoppandi kát með Leikfélag Akureyrar! Las yfir sýningaskránna þeirra í gær og bíð ofurspennt eftir öllum þessum frábæru verkum með stórkostlegum leikurum! Maðurinn minn alveg að gera góða hluti sem leikhússtjóri, þessi elska. Skora á ykkur að kíkja á heimasíðuna þeirra og fjárfesta í áskriftarkorti. Ég er sérstaklega spennt fyrir Dubbeldusch eftir Björn Hlyn, en það verk er í samstarfi við Vesturport – jei! Mig langar líka mjög mikið að sjá hin verkin svo vonandi verð ég bara fastagestur 🙂

ÞETTA er svo algjör snilld. Aui foli er bara hinum megin á hnettinum að læra að vera ljósmyndari. Kallinn þarf sko ekkert að læra það, hann er ekkert smá klár snáðinn! Gæti vel hugsað mér allnokkrar myndir frá honum á veggina mína! Men ó men…

Nú svo er fólk að byrja í skólum þessa dagana. Á þessum tíma grípur mig löngun til að vera í skóla, kaupa bækurnar (þó dýrar séu!), nýja penna, hitta alla aftur eftir sumarið, sitja á kaffistofum og stilla saman strengi við samnemendur og taka út nýja fólkið. Kíkti á MögguStínu uppí matsal HA í vikunni, drakk ágætis stofnanakaffi með henni og glápti á nýnema. Þeir fá ekkert dúndureinkunn, greyin, enda fullungir fyrir minn smekk. Jasko!

Akureyrarvaka um helgina = nóg um að vera! Mig langar svakalega á tónleikana hans VilHelms (e.t.v. betur þekktur sem Villi Naglbítur) en ég fjárfesti í nýja disknum hans og líkar afar vel. Kannski maður reynir líka að vera ofurmenningarlegur og kíkja á söfn eða í draugagöngu? Hvur veit… Annars langar mig að ganga á Súlur, einhver til í það? Lásinn er inn, út, inn, inn, út…

Auglýsingar

3 comments on “Öppdeit…

 • Ég var búin að skrifa komment sko. En svo át tölvan það. Hún hefur sömu matarlystina og mamma sín. Njoooooo….

  Allavega, hlakka til að fara í leikshús með þér í vetur! Vróarrr

 • ó já ég væri svoo til í að vera að byrja í skóla, elska spenninginn og að kíkja í fyrstu tímana og raða pennunum. Keypti reyndar stílabók og penna í dag, í tveimur litum. Og gamaldags blýanta því það er svo gaman að ydda. Veit reyndar ekkert ennþá hvað ég ætla að gera við þetta…

 • Færðu inn athugasemd

  Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

  WordPress.com Logo

  You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

  Google+ photo

  You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

  Twitter picture

  You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

  Facebook photo

  You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

  w

  Tengist við %s

  %d bloggurum líkar þetta: