Mí! mí! mí!

Published 15 ágúst, 2007 by fanney

Kannski ég ætti að taka mér 6 mánaða orlof og kíkja til Ameríku til að ná mér í mann?

Efast þó um að ég geti tekið mér svo langa pásu frá Facebook og matnum hennar MögguStínu. Svo væri kannski ekki vel séð að ég, nýbyrjuð í starfi, tæki mér hálfs árs leyfi til þess eins að deita Ross. Humm… Annars dreymdi mig í nótt að ég ætti tvö börn – tvo stráka. Draumráðningarkonur í vinnunni töldu þetta tákna tvö ný verkefni. Sjáum til hvernig það fer 😉

Á eyrinni er kuldahviða í gangi. Í göngutúr um daginn tók ég eftir að laufblöðin eru farin að gulna. Það er líka farið að verða ansi dimmt á kvöldin. Ég trúi því varla að sumarið sé alveg að verða búið! Ég á eftir að gera svoooo margt! Ætlaði t.d. út í Hrísey, í rafting, fleiri útilegur og gönguferðir. Þessi óplönuðu íbúðarkaup tóku ansi langan tíma og mikla orku – og sé ég alls ekki eftir því! Tilfinningin sem æsist upp þegar ég sit inní stofunni minni með kertaljós og tebollann… ahhh… priceless!

Auglýsingar

3 comments on “Mí! mí! mí!

 • Hehe, mig dreymdi einmitt einu sinni að það hefði verið eitthvað megaflört í gangi hjá mér og Ross, gaman að því.

  Jebb, það er skítakuldi núna og ekkert spennó veður. Útilegu-sísonið greinilega búið og orðið pínku haustlegt, farið að dimma. En það er bara kósý, hafa kveikt á kertum á kvöldin og sitja og lesa góða bók eða kúra á náttfötunum yfir góðri mynd…

 • Ohhh… hvað ég væri til í að taka mér 6 mánuði í að finna kæró, en ekki ammerískann ónei! En er þessi tími ekki öskrandi á stelpukvöld í kósi og Dirty Dans Trans?

 • Færðu inn athugasemd

  Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

  WordPress.com Logo

  You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

  Google+ photo

  You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

  Twitter picture

  You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

  Facebook photo

  You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

  w

  Tengist við %s

  %d bloggurum líkar þetta: