Lægð í aðsigi

Published 1 ágúst, 2007 by fanney

Núna nenni ég ekki meir. Hef ekkert málað í marga daga og á svoooo lítið eftir – en ég meika ekki að gera það 😦

Búin að taka utan af húsgögnunum sem komu fyrir helgi og hlakka ekkert smá til að fá fleiri núna um helgina þegar familían kemur. Er í vandræðum með að velja inn hillur þar sem það er frekar snúið að ímynda sér hvar þetta og hitt á að vera þegar engin eru húsgögnin. Það er því allt á pínu hold núna.

Ég ætlaði að fá mér George Foreman grill í stað safapressunar sem ég fékk í útskriftargjöf (þar sem ég átti núþegar fullkomna og stórkostlega safapressu) og skundaði í Elko á mánudaginn. Gaurinn gat þó selt mér aðra græju sem er líka miklu flottari og betri en Gogginn. Þessi er með muuuun stærra grillplássi, tímastilli og hitastilli. OG það sem meira er, það er hægt að taka plöturnar af og þrífa þær. Ég notaði þetta snilldargrill svo í fyrsta skipti í kvöld þegar ég eldaði mér kvöldmat. Fékk hugmyndina frá Signýju vinkonu þegar hún var að dásama sitt Gogga-grill.

Tvær tortillakökur teknar og lagðar á fagra eldhúsborðið mitt (nú eða eitthvað annað). Ca. 2 msk kotasælu blandað saman við 2 msk af salsa. Maukinu smellt á aðra tortilluna, smekklega þó. Ég saxaði niður rauða papriku og jalapenos og setti yfir. Einnig sneiddi ég niður 2 tómata og raðaði þar ofan á. Efst setti ég svo ostsneiðar (nýjasta æðið hjá mér er sojaostur í sneiðum) og svartan pipar. Wack it in the grilling machine… Borðaði þetta með guacamole og sódavatni yfir gömlum Innlit-útlit-þætti. Gerist vart betra!

Auglýsingar

2 comments on “Lægð í aðsigi

 • Hva minns bara fluttur :O Það er naumast 😉 verð að bæta nýja linknum inn við tækifæri.. ég eiginlega verð að fara að koma norður og skoða íbúðina þína 🙂

 • Já.. fékk bara ógeð af moggablogginu og fluttist um set 🙂 Svo er líka við hæfi að flytja rafræna egóið fyrst raunverulega egóið er flutt búferlum 😉
  Vertu ætíð velkomin mín kæra! Finnum bara helgi!

 • Færðu inn athugasemd

  Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

  WordPress.com Logo

  You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

  Twitter picture

  You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

  Facebook photo

  You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

  Google+ photo

  You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

  Tengist við %s

  %d bloggurum líkar þetta: