Time to…

Published 31 júlí, 2007 by fanney

…say goodbye!

Já, kominn tími til að segja bless við Moggabloggið. Ekkert bleikt og fallegt lúkk hjá WordPress – hvað á það að þýða? Jæja, grænn er hinn nýji bleiki. Reyni að segja mér það nokkrum sinnum á dag og þá kannski fer ég að trúa því.

Annars er ég komin aftur heim. Alvöru heim, þ.e. í Unaðsreitinn (takk Andrea!) minn hérna á Akureyri. Ég sit hérna í bleika sófasettinu mínu sem bróðir hans afa átti og nýt þess að taka mér pásu. Var að skila rottuholunni á stúdentagörðunum áðan og THANK GOD! Lifandi ósköp hvað ég er fegin að vera laus við það pleis. En það þýddi þó aaaaallnokkrar ferðir niður af þriðju hæð í Útsteini, út í Kermit, bruna hingað í Tjarnarlund og rúlla með alles sammen uppá þriðju hæð. Púff. Nenni því engan veginn að gera neitt núna nema akkúrat þetta. Sitja hérna í fögru fögru íbúðinni minni, sötra te og njóta lífsins. Var að klára að horfa á einn gamlan Innlit-útlit-þátt svo nú ætla ég að taka mér bók í hönd og lesa. Maggi og Aggi gáfu mér tvær bækur eftir Dan Brown í útskriftargjöf. Ég er nýbyrjuð á Englum og djöflum og er gjörsamlega heltekin af spennu eftir aðeins 95 bls – og 360 bls eftir! Jibbýkajei!

Svaka gaman – afi gaf mér pening og sagði að ég ætti að versla mér pönnukökupönnu. Núna þarf ég bara að fara æfa mig að baka blúnduþunnar pönnsur svo ömmurnar verði stoltar af kéllu þegar þær koma í kaffi og pönnsur 🙂

Auglýsingar

3 comments on “Time to…

 • Auðvitað má linka á mig Tónskáldið mitt 🙂 Var bara komin með ógeð á þessari kommúnu þarna á blog.is – fyrir utan það að ég hef ekki komist inn á stjórnborðið mitt þar núna í 3 daga og það er leiðinlegt…
  Valla – leyfðu mér að æfa mig á þér – svo fremi sem þú LOFAR að segja engum hvað pönnsurnar eru ljótar 😉

 • Færðu inn athugasemd

  Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

  WordPress.com Logo

  You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

  Twitter picture

  You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

  Facebook photo

  You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

  Google+ photo

  You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

  Tengist við %s

  %d bloggurum líkar þetta: